fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Fréttir

Maður vopnaður hamri réðst á konu – Tveir árekstrar af völdum vímaðra ökumanna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. júní 2022 05:37

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 00.21 í nótt var tilkynnt um skemmdarverk í Kópavogi. Þar var maður, með hamar í hönd, sagður hafa ráðist að konu og kasta hamrinum í bifreið hennar. Hann var farinn af vettvangi þegar lögreglan kom. Bifreiðin er töluvert skemmd.

Á sjöunda tímanum í gær varð árekstur tveggja bifreiða í Hlíðahverfi. Enginn slasaðist. Annar ökumaðurinn var handtekinn en hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Hann var vistaður í fangageymslu.

Um klukkustund síðar varð árekstur tveggja bifreiða í Hlíðahverfi. Annar ökumaðurinn fann til eymsla í hnakka eftir höggið. Hinn ökumaðurinn, tjónvaldurinn, var sagður undir áhrifum vímuefna. Hann yfirgaf vettvang þegar hann heyrði að lögreglan væri á leiðinni. Hann var handtekinn síðar og er grunaður um að hafa verið undir áhrifum lyfja/fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu.

Tveir ökumenn til viðbótar voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra er einnig grunaður um vörslu fíkniefna. Hinn reyndist vera sviptur ökuréttindum og ók um á stolinni bifreið. Hann var vistaður í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segja komu kjarnorkukafbátsins senda skýr skilaboð til óvina Bandaríkjanna – Takmarkið að lækka spennustigið á norðurslóðum

Segja komu kjarnorkukafbátsins senda skýr skilaboð til óvina Bandaríkjanna – Takmarkið að lækka spennustigið á norðurslóðum
Fréttir
Í gær

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“

Fyrrum lögmaður Trump varpar sprengju í máli Epstein – „Ég veit nöfnin á þessum einstaklingum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steingrímur neyddur af „ónafngreindum mönnum“ til að reka fyrirtæki – Hlaut fangelsisdóm og 213 milljón króna sekt

Steingrímur neyddur af „ónafngreindum mönnum“ til að reka fyrirtæki – Hlaut fangelsisdóm og 213 milljón króna sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi