fbpx
Þriðjudagur 09.ágúst 2022
Fréttir

Eru Rússar að verða uppiskroppa með skriðdreka? Senda 50 ára gamla skriðdreka á vígvöllinn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. maí 2022 06:00

Svona lítur T-62 skriðdreki út. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt upplýsingum breskra leyniþjónustustofnana þá eru Rússar farnir að senda hálfrar aldar gamla skriðdreka á vígvöllinn í Úkraínu, sumir eru meira að segja taldir vera rúmlega 50 ára.

Þetta getur verið merki um að þeir séu að verða uppiskroppa með nútíma hergögn að mati breskra leyniþjónustustofnananna. Dagbladet skýrir frá þessu.

Umræddir skriðdrekar eru af gerðinni T-62 en þeir voru framleiddir á árunum 1961 til 1975 og teknir úr notkun á níunda áratugnum. En þeir virðast ekki hafa verið settir í brotajárn heldur geymdir og nú hafa þeir verið dregnir fram úr geymslunni og sendir á vígvöllinn. En þeir eru úreltir og nútímavopn vinna auðveldlega á þeim.

Úkraínska varnarmálaráðuneytið segir að Rússar hafi neyðst til að nota skriðdreka af þessari tegund vegna þess hversu miklu tjóni þeir hafa orðið fyrir á hergögnum í stríðinu.

Nútímavæðing og tvöföldun á útgjöldum til varnarmála í Rússlandi virðist ekki hafa haft mikil áhrif á herinn enda hafa sérfræðingar bent á að stór hluti fjármagnsins lendi í vösum spilltra embættismanna og herforingja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjónvarpskonan Lóa Pind ósátt – Skrapp að kíkja á eldgosið og fékk háa rukkun í heimabankann

Sjónvarpskonan Lóa Pind ósátt – Skrapp að kíkja á eldgosið og fékk háa rukkun í heimabankann
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiginmaður finnst ekki en krafinn um rúmlega 23 milljónir – Tekist á um fasteign við Dalveg í skilnaðardrama

Eiginmaður finnst ekki en krafinn um rúmlega 23 milljónir – Tekist á um fasteign við Dalveg í skilnaðardrama
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kona segir frá ósvífnum lyfjasvikum í Hafnarfirði – „Þau voru í sjokki í apótekinu“

Kona segir frá ósvífnum lyfjasvikum í Hafnarfirði – „Þau voru í sjokki í apótekinu“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Veðurfræðingur segir gashættu vegna gossins ýkta – „Mikill ábyrgðarhluti að hindra aðgengi fólks að eldgosi“

Veðurfræðingur segir gashættu vegna gossins ýkta – „Mikill ábyrgðarhluti að hindra aðgengi fólks að eldgosi“