fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fréttir

Ágreiningur og átök á milli Rússa og samstarfsmanna þeirra í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. maí 2022 20:00

Rússnesksinnaðir Úkraínumenn fagna Rússum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágreiningur og jafnvel bein átök hafa orðið á milli Rússa og samstarfsmanna þeirra á þeim svæðum sem Rússar hafa hertekið í Úkraínu.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) skýrir frá þessu. Segir hugveitan að þetta megi rekja til valdabaráttu milli einstaklinga úr röðum Rússa og stuðningsmanna þeirra.

Í nýjustu skýrslu hugveitunar um gang stríðsins kemur fram að þekktur samstarfsmaður Rússa í Zaporizhia hafi sakað héraðsstjórann, sem Rússar hafa sett yfir svæðið, um að hafa stolið 10.000 rúblum sem samstarfsmaðurinn átti að fá.

Petro Andryshchenko, ráðgjafi borgarstjórans í Maríupól, segir að sögn ISW að ættingjar manna, sem Rússar hafa kallað til herþjónustu í Donetsk, sem aðskilnaðarsinnar og Rússar hafa haft á valdi sínu árum saman, hafi staðið fyrir stórum mótmælum gegn herkvaðningunni.

ISW tekur fram að hugveitan geti ekki fengið þessar upplýsingar staðfestar hjá óháðum heimildarmönnum en segir að þessar sögur bendi til að skipulagsleysi ríki á herteknu svæðunum og að staðan fari sífellt versnandi vegna mikils mannfalls rússneska hersins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlingur vill stytta sumarfrí grunnskólabarna

Erlingur vill stytta sumarfrí grunnskólabarna