fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Danskur smásölurisi setur þak á verð nauðsynjavara

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. maí 2022 09:00

Danir hamstra niðursuðumat þessa dagana og nýtur Netto góðs af. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salling Group sem er stærsta fyrirtækið á smásölumarkaði matvæla í Danmörku tilkynnti í morgun að fyrirtækið muni nú setja þak á hversu hátt verðið á 100 til 200 nauðsynjavörum getur farið í verslunum keðjunnar. Fyrirtækið rekur Bilka, Netto og Føtex verslunarkeðjurnar.

Fyrirtækið heitir því að verðið á ákveðnum vörum muni ekki fara yfir ákveðið þak fram til loka október. Um 100 vörur er að ræða í Netto og 200 í Bilka og Føtex.  Heitir fyrirtækið því að þótt innkaupsverðið hækki á þessum tíma muni það ekki skila sér út í verðlagið. Aðallega verður um vörur að ræða sem falla undir eigið vörumerki fyrirtækisins.

Matvörur hafa hækkað mikið í verði í Danmörku síðustu mánuði og mælist verðbólgan nú rúmlega sjö prósent. Þetta er mikil breyting fyrir Dani sem hafa búið við mjög stöðugt verðlag og kaupmátt áratugum saman.

Í tilkynningu Salling Group segir að ef það óvænta gerist og innkaupsverðið á vörunum lækki þá muni það strax skila sér til neytenda.

Fyrirkomulagið verður tekið til endurskoðunar í byrjun nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu