Framlag Íslands í Eurovision í ár „Með hækkandi sól“ í flutningi Systra endaði í 23. sæti af 25 þjóðum sem tóku þátt í úrslitakvöldinu. Alls hlaut lagið 20 stig frá dómnefndum og símakosningum þátttökuþjóðanna.
Sigurvegari Eurovision var framlag Úkraínu „Stefania“ sem flutt var af hljómsveitinni Kalush Orchestra. Úkraínumenn unnu yfirburðasigur með 631 atkvæði en þetta er í þriðja skiptið sem landið hreppir sigurlaunin í keppninni.
Í öðru sæti var framlag Breta með 466 atkvæði og Spánverjar lönduðu þriðja sætinu með 451 atkvæði.
Í stuttri sigurræði gargaði söngvari úkraínsku hljómsveitarinnar slagorð sem hefur ómað um allan heim í tæpa þrjá mánuði. „Slava ukraini“.