Meirihlutinn í Hafnarfirði heldur miðað við fyrstu tölur sem voru að berast. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin voru með jafnmörg atkvæði í fyrstu tölum og alls 27,9% fylgi á hvorn flokk og fjóra bæjarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum bæjarfulltrúa en meirihlutinn heldur velli vegna þess að Framsóknarflokkurinn bætir við sig fylgi. Alls fær flokkurinn 16,4% fylgi og tvo bæjarfulltrúa.
Viðreisn fær 9,8% fylgi og einn bæjarfulltrúa en aðrir flokkar sem buðu fram eru án bæjarfulltrúa.
Alls voru 6.170 atkvæði talin og þar af voru auðir 50 og 20 seðlar ógildir.
Í viðtali á RÚV sagðist Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, vera bjartsýn fyrir kvöldinu og benti á að í síðustu sveitarstjórnarkosningum hafi flokkurinn fengið fimmta manninn inn þegar komið var undir morgun.
Framsókn – 1.000 atkvæði – 16,4% – 2 bæjarfulltrúar
Sjálfstæðisflokkurinn – 1.700 atkvæði – 27,9% – 4 bæjarfulltrúar
Samfylkingin – 1.700 atkvæði – 27,9% – 4 bæjarfulltrúar
Viðreisn – 600 atkvæði – 9,8% – 1 bæjarfulltrúi
Píratar – 400 atkvæði – 6,6% – án bæjarfulltrúa
Bæjarlistinn – 300 atkvæði – 4,9% – án bæjarfulltrúa
VG – 300 atkvæði – 4,9% án bæjarfulltrúa
Miðflokkurinn – 100 atkvæði – 1,6% – án bæjarfulltrúa