Nokkuð krafmikill jarðskjálfti reið yfir rétt fyrir kl.17 í dag og fannst hann víða á höfuðborgarsvæðinu.
Fyrstu mælingar benda til þess að skjálftin hafi verið 4,5 á Richter og upptök hans hafi verið nálægt Þrengslunum á 8 kílómetra dýpi. Síðar var staðfest að styrkleikinn hafi verið 4,8vá Ricther.
Samkvæmt Veðurstofunni hefur takmörkuð eftirskjálftavirkni hefur fylgt í kjölfarið en þó má búast við henni áfram næsta sólahring og jafnvel daga.
Tilkynningar hafa borist að skjálftinn hafi fundist upp í Borgarfirði og allt austur í Fljótshlíð.
Þetta er stærsti skjálftinn sem að mælst hefur á svæðinu frá því að SIL-mælakerfi Veðurstofunnar var sett upp árið 1991.
Heyriði, ég er með einn góðan, hann er svona: Var þetta kannski kosningaskjálfti? 😏
— Stígur Helgason (@Stigurh) May 14, 2022
Þetta var fylgi Sjálfstæðismanna að hrynja
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) May 14, 2022
Woah that felt like quite a big #eathquake in #Reykjavik just now!
— Dr Bryony Mathew (@BryonyMathew) May 14, 2022
Jarðskjálfti eða ekki? Hér í Lindum er heimilisfólk ekki sammála.
— Erlendur (@erlendur) May 14, 2022
Svo svakaleg atkvæðagreiðsla hjá mér að jörðin skalf á meðan ég stóð í kjörklefanum
— María Björk (@baragrin) May 14, 2022