fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Pawel vill fá almenningsgarð í staðinn fyrir bílastæðin – „Þetta virkar“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 12. maí 2022 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á dögum sem þessum iðar Klambratúnið af lífi. Fólk leggst á grasið með drykki og mat. Börn príla í leiktækjum. Hundar mætast og þefa hvor af öðrum og frisbídiskar lenda í körfum með tilheyrandi hljóðum. Þetta virkar,“ segir Pawel Bartoszek, sem er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík, í pistli sem birtist á Vísi í dag.

Pawel segir að mikilvægi svæða sem þessara aukist í þéttri byggð. „Fólk þarf gróður, gras, skjól, víðáttu og bekki til að setjast á,“ segir hann

Honum finnst vanta fleiri svæði eins og Klambratúnið. „Ef við tökum gamla Austurbæinn, svæðið sem afmarkast af Hringbraut, Snorrabraut og Lækjargötu, þá vantar fleiri svona svæði. Við höfum vissulega Hljómskálagarðinn en hann er dálítið úr leið fyrir marga,“ segir hann.

„Skólavörðuholtið öskrar á grænna yfirbragð“

Pawel segir að það sé augljós staður fyrir nýjan almenningsgarð. „Umhverfis Hallgrímskirkju! Í dag eru þarna mörg hundruð bílastæði og heilmikil umferð. Skólavörðuholtið öskrar á grænna yfirbragð,“ segir hann.

„Stóran hluta stæðanna mætti færa annað og setja í staðinn gras. Sparkvelli fyrir börn og fullorðna, körfuboltavelli, stakar frisbíkörfur og jafnvel leikgarð fyrir hunda. Umbreyting svæðisins myndi án efa vekja athygli langt út fyrir landsteinana og veita innblástur.“

Að lokum segir hann að samhliða uppbyggingu garðsins mætti draga verulega úr umferð á svæðinu og stórbæta öryggi barna. „Það búa nefnilega yfir 10 þúsund manns í þessum hverfishluta. Það er kominn tími á að þau fái almennilegan garð!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök
Fréttir
Í gær

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings