fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Ákærð fyrir hryllilega árás með skærum í Borgarnesi – Stakk fórnarlambið meðal annars í andlitið

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. maí 2022 16:00

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært konu á sextugsaldri fyrir hrottalega árás í Borgarnesi sem átti sér stað þann 17. október 2020. Ekki tókst að birta konunni ákæruna og því var hún auglýst í Lögbirtingablaðinu fyrir stundu.

Þar kemur fram að konan er grunuð um hafa veist að tæplega sextugum manni þetta kvöld með ítrekuðum hnefahöggum í andlit og líkama. Þá hafi konan stungið manninn ítrekað í líkamann með skærum og einu sinni í andlitið. Maðurinn hafi náð að flýja út en þá hafi konan veitt honum eftirför að útibúi Olís við Brúartorg þar sem hún gerði tilraun til þess að stinga hann í líkamann.

Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi hlotið fjögur sár vinstra megin á baki og á vinstri öxl, sár á vinstri olnboga og sár og mar á vinstri upphandlegg og sár á vinstri kinn eftir árásirnar.

Telst konan hafa gerst brotlega við 2. málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga sem gæti varðað allt að 16 ára fangelsi. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Vesturlands þann 10. júní næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ásakanir um einelti á árshátíð laganema í HR – „Þetta var mjög niðurlægjandi“

Ásakanir um einelti á árshátíð laganema í HR – „Þetta var mjög niðurlægjandi“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Situr uppi með reikninginn eftir óskýrar leiðbeiningar heilsugæslunnar

Situr uppi með reikninginn eftir óskýrar leiðbeiningar heilsugæslunnar
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Varla byggt fjölbýlishús á Íslandi sem er án galla

Varla byggt fjölbýlishús á Íslandi sem er án galla
Fréttir
Í gær

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“