fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Skúli látinn sinna sjúklingum þrátt fyrir grun um manndráp

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 7. maí 2022 14:30

Skúli Tómas Gunnlaugsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Tómas Gunnlausson, fyrrverandi yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS), hefur undanfarið sinnt sjúklingum á Landspítalanum þrátt fyrir yfirlýsingu stofnunarinnar frá því í desember um að hann myndi ekki gera það.

RÚV greinir frá þessu.

Mál Skúla hafa mikið verið í fréttum undanfarin misseri en hann hefur verið kærður til lögreglu fyrir manndráp og er til rannsóknar vegna gruns um að hafa verið valdur að ótímabæru andláti 9 sjúklinga með því að setja þá á lífslokameðferð að ósekju.

Í kjölfar rannsóknar Landlæknis á vinnubrögðum Skúla var hann sviptur lækningaleyfi en hlaut síðan takmarkað lækningaleyfi frá Landlækni og hefur sinnt störfum á Landspítalanum undir eftirliti. Í desember tilkynnti Landspítalinn að hann myndi hér eftir ekki sinna samskiptum við sjúklinga þar til skýrari mynd væri komin á rannsóknina.

Í frétt RÚV segir að ábending hafi borist nýlega frá sjúklingi sem sagði að Skúli hefði sinnt sér og útskrifað sig af bráðalyflækningadeild Landspítalans. Í svari frá upplýsingafulltrúa Landspítalans við fyrirspurn RÚV kemur fram að Skúli hafi sinnt sjúklingum af og til í neyðartilvikum vegna mannesklu. Svarið er eftirfarandi:

„Í desember síðastliðinn var ákveðið að umræddur starfsmaður yrði færður til í starfi þar til skýrari myndi fengist af máli hans. Síðan þá hefur hann aðallega haft það verkefni að yfirfara gögn sjúklinga til stuðnings við störf annarra lækna á A2 og COVID göngudeild. Af og til koma hafa komið upp á spítalanum, vegna manneklu og undirmönnunar, neyðartilfelli þar sem umræddur starfsmaður sinnir sjúklingum á viðkomandi deildum en það er þá undir handleiðslu annars læknis enda er umræddur starfsmaður aðeins með takmarkað lækningaleyfi frá Landlækni sem háð er tilteknum skilyrðum. Afstaða spítalans í málinu frá því í desember er óbreytt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist
Fréttir
Í gær

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans
Fréttir
Í gær

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést
Fréttir
Í gær

Erlendir ferðamenn og rútubílstjórar stoppa við Reykjavíkurveginn – Lögreglan biðlar til fólks að hætta þessu

Erlendir ferðamenn og rútubílstjórar stoppa við Reykjavíkurveginn – Lögreglan biðlar til fólks að hætta þessu
Fréttir
Í gær

Sigurjón gagnrýnir Heiðrúnu Lind harðlega – „Setur á sig geislabaug og er nánast heilagri en páfinn“

Sigurjón gagnrýnir Heiðrúnu Lind harðlega – „Setur á sig geislabaug og er nánast heilagri en páfinn“
Fréttir
Í gær

Fjölskylda Ghislaine Maxwell sakar bandarísk yfirvöld um rangláta málsmeðferð og hylmingu í Epstein-málinu

Fjölskylda Ghislaine Maxwell sakar bandarísk yfirvöld um rangláta málsmeðferð og hylmingu í Epstein-málinu
Fréttir
Í gær

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður