fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Hótað að fleygja Auðuni Blöndal út úr Valsheimilinu í gær

Ritstjórn DV
Laugardaginn 7. maí 2022 12:50

Auðunn Blöndal Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill hiti var í stuðningsmönnum á leik Vals og Tindastóls í úrslitakeppni Íslandsmótsins í körfubolta í Origo-höllinni að Hlíðarenda í gærkvöld. Stuðningsmenn Vals tóku upp á því að koma fyrir hljóðnema á sínu svæði svo hærra heyrðist í þeim en stuðningsfólki gestanna. Þetta mæltist mjög illa fyrir hjá Tindastólsfólki.

Meðal stuðningsmanna Tindastóls er hinn þekkti skemmtikraftur Auðunn Blöndal. Hann var á leiknum í gærkvöld og tók upp á því að taka hljóðnema Valsmanna úr sambandi. Var honum þá hótað því að honum yrði hent út úr höllinni ef hann gerði þetta aftur.

Hringbraut fjallar um málið.

„Þeir settu mæk hjá stuðningsmönnum Vals og spiluðu það í hátölurum bakvið stuðningsmenn Tindastóls. Tók 1 þeirra úr sambandi í fyrri hálfleik og það átti að henda mér út ef ég gerði það aftur í seinni…“ segir Auðunn í Twitter-færslu um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gleðileg jól kæru lesendur

Gleðileg jól kæru lesendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þúsundir skólabarna heimsóttu kirkjur á aðventunni

Þúsundir skólabarna heimsóttu kirkjur á aðventunni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 4 dögum
Maðurinn er fundinn