fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Hæstiréttur hafnar Önnu Kolbrúnu sem situr uppi með háa skuld við danskan banka

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 7. maí 2022 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, varaþingmanns Miðflokksins, um áfrýjun á dómi Landsréttar í skuldamáli sem innheimtufyrirtækið Lowell Danmark höfðaði gegn henni. RÚV greinir frá þessu.

Landsréttur dæmdi Önnu Kolbrúnu að greiða danska innheimtufyrirtækinu andvirði tæplega 12 milljóna íslenskra króna auk rúmlega 8% vaxta frá árinu 2016. Upphæðin í dönskum krónum er 623.280,74.

Héraðsdómur hafði dæmt Önnu Kolbrúnu til greiðslu mun lægri upphæðar, 68.561 danskar krónur, sem er andvirði rúmlega 1,3 milljóna íslenskra króna.

Málið á rætur sína að rekja til húsnæðisláns sem Anna Kolbrún tók í Danmörku vegna eignar sem hún síðar seldi. Gert var samkomulag um greiðslu eftirstöðva lánsins sem fól í sér afslátt af kröfunni ef Anna Kolbrún stæði við greiðslur. Aðila greindi á um hvort virða ætti samkomulagið en en lánveitandinn var yfirtekinn af danska fjármálaeftirlitinu og var hluti af fyrirtækinu selt til Noreda bankans.

Innheimtufyrirtækið Lowell Danmark A/S er eigandi kröfunnar sem er tilkomin vegna þess að Anna Kolbrún stóð ekki í skilum með afborganir af láninu. Ágreiningur var um hvort Lowell væri réttmætur eigandi allrar kröfunnar. Í héraðsdómi þótti ósannað að innheimtufyrirtækið danska hefði fengið framselt annað og meira en sem nemur andvirði um 1,3 milljóna íslenskra króna.

Bæði Anna Kolbrún og danska innheimtufyrirtækið áfrýjuðu til Landsréttar. Var það niðurstaða Landsréttar að ganga að fullu að kröfum Dananna og var Anna Kolbrún dæmd til að greiða þeim fyrrgreinda upphæð sem slagar upp í 12 milljónir og við það bætast háir dráttarvextir. Auk þess þarf Anna Kolbrún að greiða 1,2 milljónir í málskostnað.

Í umsókn sinni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar sagði Anna Kolbrún meðal annars að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur og dómurinn hefði rangtúlkað gögn málsins, t.d. tölvupóstsamskipti. Þessu hafnaði Hæstiréttur. Anna Kolbrún fær því ekki að áfrýja og situr uppi með dóm Landsréttar og háa skuld við danska fyrirtækið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist
Fréttir
Í gær

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans
Fréttir
Í gær

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést
Fréttir
Í gær

Erlendir ferðamenn og rútubílstjórar stoppa við Reykjavíkurveginn – Lögreglan biðlar til fólks að hætta þessu

Erlendir ferðamenn og rútubílstjórar stoppa við Reykjavíkurveginn – Lögreglan biðlar til fólks að hætta þessu
Fréttir
Í gær

Sigurjón gagnrýnir Heiðrúnu Lind harðlega – „Setur á sig geislabaug og er nánast heilagri en páfinn“

Sigurjón gagnrýnir Heiðrúnu Lind harðlega – „Setur á sig geislabaug og er nánast heilagri en páfinn“
Fréttir
Í gær

Fjölskylda Ghislaine Maxwell sakar bandarísk yfirvöld um rangláta málsmeðferð og hylmingu í Epstein-málinu

Fjölskylda Ghislaine Maxwell sakar bandarísk yfirvöld um rangláta málsmeðferð og hylmingu í Epstein-málinu
Fréttir
Í gær

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður