Á tíunda tímanum var einn handtekinn í Grafarvogi eftir að tilkynnt var um yfirstandandi innbrot. Viðkomandi var vistaður í fangageymslu.
Á fyrsta tímanum í nótt var tilkynnt um tvo menn að rífast í Árbæ og fylgdi sögunni að þeir væru vopnaðir. Málið var afgreitt á vettvangi að því er segir í tilkynningu lögreglunnar.
Skömmu eftir miðnætti datt kona og kenndi til eymsla í baki og mjöðm. Hún var flutt með sjúkrabifreið á bráðamóttöku.
Um klukkan tvö var ekið á reiðhjólamann í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Hann slapp ómeiddur.
Einn ökumaður var handtekinn í nótt grunaður um að vera undir áhrifum áfengis.