fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Misheppnaður stríðsrekstur Rússa í Úkraínu veldur þeim nú vanda í Sýrlandi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. maí 2022 08:00

Frá Sýrlandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stríðið í Úkraínu hefur afhjúpað veikleika Rússa og styrkt stöðu Erdogan, Tyrklandsforseta, í valdatafli hans við Vladímír Pútín, Rússlandsforseta. Þetta á sérstaklega við í Sýrlandi.

Tyrkir eru í góðri stöðu til að styrkja stöðu sína sem ráðandi afl við Svartahafið því þeir stýra skipaumferð til Svartahafs í gegnum Bospórussund.

Þremur dögum eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu lokuðu þeir sundinu fyrir umferð herskipa. Það geta þeir á grunni Montreux-sáttmálans frá 1936 en hann heimilar þeim að loka fyrir umferð um sundið á stríðstímum til að tryggja frið og jafnvægi.

Þetta gerir að verkum að Rússar geta ekki sent liðsauka til Svartahafsflota síns. Þeir vilja gjarnan senda liðsauka þangað vegna missis flaggskipsins Moskvu sem Úkraínumenn sökktu fyrir ekki svo löngu.

En lokun sundsins hefur einnig önnur áhrif því nú getur rússneski flotinn ekki lengur flutt mikið magn hergagna til Sýrlands eins og hann gerði áður en Tyrkir lokuðu sundinu.

Það bætir ekki úr skák fyrir Rússa að stríðsrekstur þeirra í Úkraínu gengur ekki eins og þeir ætluðu og tekur sífellt meira til sín af hermönnum og hergögnum.

Allt hefur þetta þau áhrif að valdahlutföllin á milli Rússlands og Tyrklands eru farin að breytast, þar á meðal í Sýrlandi. Þar eru Rússar og Tyrkir sitthvoru megin við víglínuna og hafa unnið gegn hvor öðrum en einnig unnið saman. Tyrkir gerðu Rússum nýlega stóran grikk þegar þeir lokuðu lofthelgi sinni fyrir rússneskum herflugvélum á leið til Sýrlands. Staða Rússa í Sýrlandi er því orðin veikari en áður því birgðaflutningaleiðir þeirra til landsins eru ekki eins góðar og áður og lokun tyrknesku lofthelginnar er ekki til að bæta úr skák. Það tvöfaldar flugtímann frá Rússlandi til Sýrlands og vélar, með þungan farm, verða nú að millilenda á leiðinni, líklega í Írak eða Íran.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þrír Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í S-Afríku

Þrír Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í S-Afríku
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gekk inn á lögreglustöð í Grafarholti í handjárnum

Gekk inn á lögreglustöð í Grafarholti í handjárnum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Súlunesmálið: Hesthússeigandi ber Margréti illa söguna – „Gömlu hjónin voru eins og þrælar“

Súlunesmálið: Hesthússeigandi ber Margréti illa söguna – „Gömlu hjónin voru eins og þrælar“
Fréttir
Í gær

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
Fréttir
Í gær

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans