Hann þótti til dæmsi skjálfhentur á nýlegum fundi með Alexander Lukashenko einræðisherra í Hvíta-Rússlandi. Einnig hefur Pútín þótt ansi búlduleitur miðað við það sem áður var og hafa sumir túlkað það sem merki um alvarleg veikindi hans.
Það hefur einnig ýtt undir vangaveltur sumra að Pútín þótti lengi vera klókur og góður í að lesa í stöðuna hverju sinni en það hefur hann ekki gert varðandi innrásina í Úkraínu. Telja sumir þetta merki um að andleg heilsa hans sé ekki upp á sitt besta.
Löngu áður en til innrásarinnar kom var orðrómur á kreiki um að Pútín væri með einhver taugasjúkdóm, hugsanlega parkinsonssjúkdóminn. Eftir nýlegan fund hans með Lukashenko fóru vangaveltur um þetta á mikið flug. Á upptökum frá fundi þeirra sést að hendur Pútíns byrja að skjálfa mjög mikið. Sést Pútín þá setja þær þétt upp að bringu sér til að reyna að stöðva skjálftann. Þegar hann hann gengur síðan til Lukashenko vaggar hann mikið og fætur hans skjálfa.
Einnig hafa verið uppi vangaveltur um hvort Pútín sé með krabbamein og því hefur verið haldið að krabbameinslæknir hafi margoft vitjað hans. Búlduleitt andlit hans er af sumum talið merki um að hann taki stera en þeir eru oft notaðir við krabbameinsmeðferð.