fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Miklar vangaveltur um heilsufar Pútíns

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. maí 2022 07:00

Pútín er líkt við pókerspilara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar vangaveltur hafa verið síðustu vikur um heilsufar Vladímír Pútíns Rússlandsforseta. Á upptökum og ljósmyndum af forsetanum hafa margir þóst greina að hann sé ekki við hestaheilsu.

Hann þótti til dæmsi skjálfhentur á nýlegum fundi með Alexander Lukashenko einræðisherra í Hvíta-Rússlandi. Einnig hefur Pútín þótt ansi búlduleitur miðað við það sem áður var og hafa sumir túlkað það sem merki um alvarleg veikindi hans.

Það hefur einnig ýtt undir vangaveltur sumra að Pútín þótti lengi vera klókur og góður í að lesa í stöðuna hverju sinni en það hefur hann ekki gert varðandi innrásina í Úkraínu. Telja sumir þetta merki um að andleg heilsa hans sé ekki upp á sitt besta.

Löngu áður en til innrásarinnar kom var orðrómur á kreiki um að Pútín væri með einhver taugasjúkdóm, hugsanlega parkinsonssjúkdóminn. Eftir nýlegan fund hans með Lukashenko fóru vangaveltur um þetta á mikið flug. Á upptökum frá fundi þeirra sést að hendur Pútíns byrja að skjálfa mjög mikið. Sést Pútín þá setja þær þétt upp að bringu sér til að reyna að stöðva skjálftann. Þegar hann hann gengur síðan til Lukashenko vaggar hann mikið og fætur hans skjálfa.

Einnig hafa verið uppi vangaveltur um hvort Pútín sé með krabbamein og því hefur verið haldið að krabbameinslæknir hafi margoft vitjað hans. Búlduleitt andlit hans er af sumum talið merki um að hann taki stera en þeir eru oft notaðir við krabbameinsmeðferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þrír Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í S-Afríku

Þrír Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í S-Afríku
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gekk inn á lögreglustöð í Grafarholti í handjárnum

Gekk inn á lögreglustöð í Grafarholti í handjárnum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Súlunesmálið: Hesthússeigandi ber Margréti illa söguna – „Gömlu hjónin voru eins og þrælar“

Súlunesmálið: Hesthússeigandi ber Margréti illa söguna – „Gömlu hjónin voru eins og þrælar“
Fréttir
Í gær

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
Fréttir
Í gær

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans