fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Fréttir

Ölvaður ökumaður ók upp á hringtorg og reyndi að hlaupa undan lögreglunni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. maí 2022 06:27

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan handtók ökumann og farþega bifreiðar í Árbæ í nótt eftir að ökumaðurinn hafði ekið yfir hringtorg og yfir gróður. Reyndu ökumaðurinn og farþeginn að komast undan á hlaupum en fótfráir lögreglumenn hlupu þá uppi og handtóku. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og að hafa verið undir áhrifum ávana og fíkniefna. Auk þess er hann er hann ekki með ökuréttindi.

Fjórir ökumenn til viðbótar voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Tveir þeirra reyndust vera án ökuréttinda.

Í Miðborginni var maður, sem var í annarlegu ástandi, handtekinn eftir að hann réðst á öryggisverði í bifreiðakjallara. Viðkomandi var vistaður í fangageymslu.

Í Öskjuhlíð var tilkynnt um eld í gróðri. Við nánari athugun kom í ljós að um eld í eldstæði á lokuðu svæði var að ræða. Ekki var talið að hætta stafaði af honum.

Einn var handtekinn grunaður um líkamsárás og eignaspjöll. Sá var vistaður í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Í gær

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Í gær

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Í gær

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi
Fréttir
Í gær

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma
Fréttir
Í gær

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli