fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Pissaði á útidyrahurð fólks í miðbænum og „rennbleytti gólfteppið“ – Lokuðu görðunum því fólk var að „míga, skíta og ríða“ í þeim

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. apríl 2022 16:02

Skjáskot úr myndbandinu sem finna má hér neðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur íbúa í miðborg Reykjavíkur hefur að undanförnu safnað undirskriftum og heldur úti Facebooksíðunni Kjósum hávaðann burt úr miðborginni.

Ýmsum myndböndum frá næturlífinu hafa þar verið birt en á því nýjasta, sem sjá má hér neðar, sést upptaka úr öryggismyndavél íbúa við Skólavörðustíg þar sem sýnilega ölvaður karlmaður hefur þvaglát við útidyrahurð.

Í lýsingu á myndbandinu segir: „Hlandbunan gekk undir hurð húsráðanda og rennbleytti gólfteppið. Á öðru myndbandi frá sama stað sést ung kona sitja á hækjum sér með allt niður um sig og skvetta vatni meðan hún textar af miklum eldmóð, en til að draga athygli vegfaranda frá „klósettinu“ stíga vinkonur hennar dans fyrir framan hana og baða skríkjandi út höndum. Þetta er frekar milt dæmi um hegðun fólks á skemmtanalífinu, sem borgin hefur trassað að útvega viðunandi salernisaðstöðu. Íbúar hafa flestir látið loka bakgörðum sínum sem notaðir hafa verið til að míga, ríða og skíta í.“

Ástandið er sagt í hrópandi ósamræmi við þá yfirlýsingu borgaryfirvalda að „vistvæn og heilsueflandi borgarhverfi [eigi] að vera meginmarkmið hverfisskipulags sem tekur mið af óskum íbúa.“

video
play-sharp-fill

Undirskriftasöfnunin er rétt nýhafin en þar segir meðal annars:

„Við sem eigum heima í miðborg Reykjavíkur, hótel- og gististaðaeigendur og allir aðrir sem eiga hagsmuna að gæta mótmælum harðlega að barir og krár komist upp með það að blasta tónlist út á götu og spila dúndrandi dansmúsík fram til hálf fimm á morgnana í miðri íbúabyggð án þess að yfirvöld aðhafist nokkuð í málinu. Um hverja helgi megum við þola yfirgengilegan hávaða frá þessum stöðum, sem heldur vöku fyrir fólki og spillir heilsu þess. Slíkir barir skipta orðið tugum í miðbænum og eru margir þeirra í raun diskótek í húsakynnum sem uppfylla engan veginn þær kröfur sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar gerir til hljóðeinangrunar.“

Og:

„Við í miðbænum krefjumst þess tafarlaust:

  • að íbúar miðborgarinnar sitji við sama borð og aðrir borgarbúar;
  • að þar til bær yfirvöld framfylgi þeim lögum og reglum sem í gildi eru;
  • að gerð sé sú krafa til kráa og skemmtistaða að hljóðvist sé með þeim hætti að nágrannar verði ekki fyrir ónæði;
  • að þeir sem brjóta 4. grein Lögreglusamþykktar sæti viðurlögum og þurfi að greiða dagsektir, allt að kr. 500.000 á dag þar til úr er bætt, í samræmi við reglugerð umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um hollustu og mengunarvarnir frá 2008;
  • að þessir staðir séu umsvifalaust sviptir veitingaleyfi við ítrekuð brot;
  • að opnunartími bara og kráa í miðbænum sé styttur til muna;
  • að fundin sé varanleg lausn á þessum vanda með því að koma slíkum stöðum fyrir á hentugri stöðum utan almennrar íbúðabyggðar, t.d. á Grandanum.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum
Fréttir
Í gær

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum
Fréttir
Í gær

Landsréttur fellir úr gildi gæsluvarðhald yfir Sigurði Almari

Landsréttur fellir úr gildi gæsluvarðhald yfir Sigurði Almari
Hide picture