Hópur íbúa í miðborg Reykjavíkur hefur að undanförnu safnað undirskriftum og heldur úti Facebooksíðunni Kjósum hávaðann burt úr miðborginni.
Ýmsum myndböndum frá næturlífinu hafa þar verið birt en á því nýjasta, sem sjá má hér neðar, sést upptaka úr öryggismyndavél íbúa við Skólavörðustíg þar sem sýnilega ölvaður karlmaður hefur þvaglát við útidyrahurð.
Í lýsingu á myndbandinu segir: „Hlandbunan gekk undir hurð húsráðanda og rennbleytti gólfteppið. Á öðru myndbandi frá sama stað sést ung kona sitja á hækjum sér með allt niður um sig og skvetta vatni meðan hún textar af miklum eldmóð, en til að draga athygli vegfaranda frá „klósettinu“ stíga vinkonur hennar dans fyrir framan hana og baða skríkjandi út höndum. Þetta er frekar milt dæmi um hegðun fólks á skemmtanalífinu, sem borgin hefur trassað að útvega viðunandi salernisaðstöðu. Íbúar hafa flestir látið loka bakgörðum sínum sem notaðir hafa verið til að míga, ríða og skíta í.“
Ástandið er sagt í hrópandi ósamræmi við þá yfirlýsingu borgaryfirvalda að „vistvæn og heilsueflandi borgarhverfi [eigi] að vera meginmarkmið hverfisskipulags sem tekur mið af óskum íbúa.“
Undirskriftasöfnunin er rétt nýhafin en þar segir meðal annars:
„Við sem eigum heima í miðborg Reykjavíkur, hótel- og gististaðaeigendur og allir aðrir sem eiga hagsmuna að gæta mótmælum harðlega að barir og krár komist upp með það að blasta tónlist út á götu og spila dúndrandi dansmúsík fram til hálf fimm á morgnana í miðri íbúabyggð án þess að yfirvöld aðhafist nokkuð í málinu. Um hverja helgi megum við þola yfirgengilegan hávaða frá þessum stöðum, sem heldur vöku fyrir fólki og spillir heilsu þess. Slíkir barir skipta orðið tugum í miðbænum og eru margir þeirra í raun diskótek í húsakynnum sem uppfylla engan veginn þær kröfur sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar gerir til hljóðeinangrunar.“
Og:
„Við í miðbænum krefjumst þess tafarlaust: