fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Telur að staðan í Úkraínu sé betri en fyrir 14 dögum og að Rússar hlakki til 9. maí

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. mars 2022 08:00

Úkraínskir hermenn við víglínuna. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær tilkynntu bæði Úkraínumenn og Rússar að samningaviðræðum ríkjanna um vopnahlé hefði miðað aðeins áfram en sendinefndir ríkjanna ræddust við í Tyrklandi. Rússar tilkynntu eftir fundinn að þeir ætli að draga „mjög“ úr hernaðaraðgerðum sínum við Kyiv og Tjernihiv. En hvað þýðir þetta í raun?

Poul Funder Larsen, fréttamaður Jótlandspóstsins, reyndi að varpa ljósi á það í stuttu yfirliti. Hann sagðist telja að almennt séð sé staðan betri í dag en fyrir 14 dögum, að minnsta kosti hvað varðar vonir um að það dragi úr átökum í Úkraínu. Hann sagðist telja að í þetta sinn sé ástæða til að trúa orðum rússneska varavarnarmálaráðherrans um að Rússar ætli að draga „mjög“ úr hernaði sínum í Kyiv og Tjernehiv.

Larsen sagði að segja megi að þetta sé rökrétt sé litið á hvernig stríðið hefur þróast. Margir hafi bent á að Rússar hafi ekki næga hernaðarlega getu til að ráðast á Kyiv og því séu þeir að reyna að láta þetta líta vel út en geti í raun og veru ekki annað. Ekki liggi þó fyrir hvort þeir verði áfram með herlið nærri borginni. Hann benti á að um leið og Rússar flytja herlið frá Kyiv þá geti Úkraínumenn flutt herdeildir til Donbas og það sé eitthvað sem Rússar geti ekki viljað að þeir geri.

Hann sagði að ef áætlun A hjá Rússum hafi verið að ná Kyiv fljótt á sitt vald þá virðist sem áætlun B gangi út á að einbeita sér að Donbas þannig að héraðið verði á valdi Rússa þann 9. maí en þann dag lauk síðari heimsstyrjöldinni og er þessi dagur mjög þýðingarmikill fyrir Rússa.

Hvað varðar friðarsamning sagðist hann telja að langt væri í land með að hægt yrði að gera stóran pólitískan samning um málefni Úkraínu, raunhæfara sé að samið verði um vopnahlé og síðan áætlun um hvernig verði leyst úr málinu pólitískt séð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin