fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Ógnvekjandi aðvörunarorð Pútíns – „Á tveimur dögum get ég verið kominn með rússneskar hersveitir í sex evrópskar höfuðborgir“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. mars 2022 05:55

Pútín er líkt við pókerspilara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hernaður Rússa í Úkraínu hefur ekki gengið eftir áætlun og eru þeir taldir langt frá því að ná markmiðum sínum. Svo virðist sem þeir hafi nú breytt þessum markmiðum og stefni nú á mun minni „sigra“ en lagt var af stað með þegar Vladímír Pútín, forseti, fyrirskipaði innrás í landið.

Ekki er vitað hversu mikla trú Pútín hefur nú á her sínum eftir þá erfiðleika sem hann hefur glímt við í Úkraínu. En áður en til innrásarinnar kom hafði hann greinilega mikla trú á her sínum. Hann er sagður hafa sagt Petro Poroshenko, þávernadi Úkraínuforseta, að á tveimur sólarhringum gætu rússneskar hersveitir verið komnar til höfuðborga sex Evrópuríkja. Þetta eru Úkraína, Pólland, Lettland, Litháen, Eistland og Rúmenía.

Samkvæmt frétt Suddeutsche Zeitung sagði Pútín þetta við Poroshenko 2014. „Ef ég vil þá geta rússneskar hersveitir verið komnar ekki aðeins til Kyiv heldur einnig til Riga, Vilnius, Tallinn, Varsjár og Bucharest,“ er Pútín sagður hafa sagt við þennan forvera Volodymyr Zelenskyy núverandi Úkraínuforseta.

Pútín er einnig sagður hafa sagt Poroshenko að hann skyldi ekki treysta of mikið á ESB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma