fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

NATÓ býr sig undir efnavopnaárás Rússa – Biden segir að NATÓ muni svara slíkri árás

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. mars 2022 09:00

Hermenn búnir undir efnavopnanotkun. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu daga hafa þjóðarleiðtogar varað við því að Rússar séu að undirbúa notkun efna- og/eða lífvopna í Úkraínu. Innrás þeirra hefur ekki gengið sem skyldi og hefur rússneski herinn orðið fyrir miklu mannfalli og sókn hans hefur víðast hvar stöðvast. Þetta hefur aukið á áhyggjur um að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, muni grípa til notkunar efnavopna því hann er kominn út í horn hvað varðar innrásina.

Það hefur einnig ýtt undir áhyggjur marga að Rússar hafa að undanförnu sakað Bandaríkin og Úkraínu um að hafa unnið að gerð efnavopna í Úkraínu og hafa sagt að þar séu efnavopn geymd. Þessu vísa bæði Bandaríkin og Úkraína á bug. Þessar ásakanir Rússa eru að sumra mati undanfari efnavopnanotkunar þeirra, þeir séu með þessu að skapa sér átyllu til að nota efnavopn og muni síðan jafnvel saka Úkraínumenn og Bandaríkjamenn um að hafa notað þau og neita sjálfir sök.

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, er í Evrópu þessa dagana til að ræða við forystufólk bandalagsríkja Bandaríkjanna í álfunni um stríðið í Úkraínu og viðbrögðin við hernaði Rússa.

Hann ræddi við fréttamenn í gær að loknum fundum leiðtoga NATÓ-ríkjanna og G7 í Brussel. Hann varaði Rússa þá við og sagði að ef þeir beiti efna- eða lífefnavopnum í Úkraínu muni NATÓ bregðast við það og verði viðbrögðin í samræmi við alvarleika þess sem Rússar geri. Hann vildi ekki staðfesta að gripið yrði til hernaðar en útilokaði það ekki.

Hann sagðist einnig vilja að Rússum verði vikið úr G20, sem er hópur helstu efnahagsvelda heimsins, en sagði það ómögulegt vegna andstöðu Indónesíu og fleiri ríkja.

Biden og fleiri vestrænir leiðtogar óttast að Pútín muni reyna að binda enda á stríðið í Úkraínu með notkun efna- eða lífvopna eða jafnvel kjarnorkuvopna. Í vikunni bárust fréttir af því að Biden hefði sett upp sérstakt teymi „Tiger Team“ til að vinna að tillögum um viðbrögð Bandaríkjanna ef Rússar grípa til slíkra örþrifaráða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin