fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Grönduðu rússnesku herskipi í Berdiansk – Myndband

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. mars 2022 06:58

Mikill eldur gaus upp. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínskum hersveitum tókst í gær að granda rússneska herskipinu Orsk í höfninni í Berdiansk. Skipið flutti birgðir til rússneskra hersveita. Þetta er væntanlega ákveðin mórölsk lyftistöng fyrir Azov-herdeildina sem virðist berjast vonlausri baráttu við að halda Maríupól á valdi Úkraínumanna. Annars staðar í landinu hefur sókn Rússa stöðvast og í morgun bárust fregnir af því að margar rússneskar herdeildir hafi hörfað yfir til Rússlands því þær hafi misst helming liðsafla síns.

Orsk var notað til að flytja hermenn til Berdiansk, sem er nærri Maríupól. Skipið gat flutt 20 skriðdreka, 45 brynvarin ökutæki og 400 hermenn.

Á myndbandsupptöku sést að eldur logar í skipinu eftir að úkraínskt flugskeyti hæfði það. Eldurinn breiddist síðan út til annarra skipa, í skotfærageymslu og eldsneytisbirgðir á höfninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“