fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

700 milljónir í LED væðingu borgarinnar – „Slysahætta skapast af myrkrinu sem Reykjavíkurborg er haldið í“

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 25. mars 2022 12:33

mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarráð samþykkti á fundi sínum þann 17. mars að bjóða út framkvæmdir vegna endurnýjunar á gatna- og umhverfislýsingu árið 2022. Kostnaðaráætlun er 700 milljónir króna.

Í greinargerð segir að um sé að ræða kaup á nýjum orkusparandi LED lömpum ásamt útboði á útskiptingu þeirra. Samkvæmt áætlun verður á árinu 2022 skipt út lömpum í vesturbæ sunnan Hringbrautar, Grafarvogi, Grafarholti og í Norðlingaholti. Áætlað er að útskiptingu eldri lampa með nýjum orkusparandi LED lömpum ljúki á árinu 2023. LED væðing gatna- og umhverfislýsingar er hluti af grænum skrefum Reykjavíkurborgar.

Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lagði fram bókun þar sem segir meðal annars: „Götulýsingin í Reykjavík er borginni ekki til sóma. Allt frá því í september og til mánaðamóta mars/apríl ár hvert er lýsingin með þeim hætti að hún er stórhættuleg fyrir gangandi, hjólandi og akandi vegfarendur. Gríðarleg slysahætta skapast af myrkrinu sem Reykjavíkurborg er haldið í. Þá eru ótaldar hliðarverkanir sem skapast af lélegri lýsingu s.s. innbrot og ofbeldismál í miðbænum. Því er haldið fram í svari frá Reykjavíkurborg 1. október 2020 að ljósmagn skipti ekki máli, þ.e hvort lýsingin sé 20 lúx eða 50 lúx. Því er hafnað af augljósum ástæðum.“ Bókuninni lýkur með orðunum: „ Nú er verið að bæta götulýsinguna og því ber að fagna – einhversstaðar er hlustað.“

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði ennfremur fram bókun þar sem sagði að framkvæmdin væri sjálfsögð hún sé vörðuð mistökum í útboðum og nú þurfi að vanda til verka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki
Fréttir
Í gær

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl
Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn