fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Líkkistubirgðir í landinu á tæpasta vaði

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. mars 2022 09:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar annir hafa verið hjá útfararstofum, prestum og öðrum þeim sem koma að jarðarförum að undanförnu. Erfitt hefur verið að komast að í kirkjum og birgðir af einstaka gerðum líkkista hafa klárast hjá sumum útfararstofum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að útfararstofurnar hafi aðstoðað hver aðra þannig að ekki hafi hlotist stór vandræði. Stórar sendingar af líkkistum eru að koma til landsins þessa dagana.

Guðný Hildur Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Útfararstofu kirkjugarðanna, staðfesti við Morgunblaðið að mikið hafi verið að gera í febrúar og mars og Frímann Andrésson, útfararstjóri hjá Frímanni og Hálfdáni útfararþjónustu, tók í sama streng og nefndi síðustu tvær til þrjár vikur sérstaklega í þessu sambandi.

Hvorugt þeirra gat sagt til um ástæðuna fyrir mörgum dauðsföllum þessa dagana en Frímann benti á að dánartíðnin sveiflist yfir árið. Þau treystu sér ekki til að tengja annríkið nú við dauðsföll af völdum COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“