fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Enn eitt áfallið fyrir Pútín – Stalín felldur í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. mars 2022 08:30

Úkraínskir hermenn fundu skilríki Konstantin Druzhkov.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má segja að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, og innrásarher hans í Úkraínu hafi orðið fyrir áfalli nýlega. Þá felldu úkraínskir hermenn þrjá liðsmenn úr hinum frægu Spetsnaz GRU sveitum en það eru úrvalssveitir rússneska hersins.

Skjöl sem fundust á hermönnunum sýna að þeir hétu Konstantin Druzhkov, Islam Abduragimov og Shamil Aselderov. Skjölin fundust í brynvörðu ökutæki sem þeir voru í þegar þeir voru felldir.

Spetsnaz GRU eru taldar bestu hersveitir Rússar og voru sveitirnar sendar til Úkraínu til að skelfa landsmenn og auðvitað taka þátt í stríðinu. Mirror hefur eftir heimildarmönnum að fyrrnefndir þremenningar hafi verið felldir af liðsmönnum Azovsveita úkraínska hersins.

Druzhkov hafði barist í Donbas síðan 2014 og notaði dulnefnið Konstantin Dzhugashivili á samfélagsmiðlum. Dzhugashvili var ættarnafn hins grimma Jósef Stalín sem stýrði Sovétríkjunum með járnhendi á síðustu öld. Druzhkov hafði því fengið viðurnefnið Stalín.

Spetsnaz GRU sveitirnar eru alræmdar í Rússlandi og víðar. Það voru liðsmenn þeirra sem stóðu að baki morðtilrauninni við Sergei Skripal í Salisbury á Englandi fyrir fjórum árum.

Á tímum kalda stríðsins táldró Yevgey Ivanov, liðsmaður Spetsnaz GRU, Christine Keeler, sem var ástkona John Profumo varnarmálaráðherra. Það varð til þess að ríkisstjórn íhaldsmanna hrökklaðist frá völdum.

Spetsnaz GRU hefur því komið víða við í gegnum tíðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þjóðin virðist almennt ánægð með Skaupið – „Hvað þær ná okkur skemmtilega“

Þjóðin virðist almennt ánægð með Skaupið – „Hvað þær ná okkur skemmtilega“
Fréttir
Í gær

Erfið nýársnótt á höfuðborgarsvæðinu – Hnífsstunga, eldar, flugeldaslys og ölvun

Erfið nýársnótt á höfuðborgarsvæðinu – Hnífsstunga, eldar, flugeldaslys og ölvun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maður fannst látinn í Borgarnesi

Maður fannst látinn í Borgarnesi