fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Vaxandi ótti við að Hvítrússar ráðist inn í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. mars 2022 08:00

Úkraínskir hermenn skoða ummerki eftir sprengjuregn Rússa. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínskir embættismenn segja að í ljósi þess að Hvítrússar hafi kallað alla stjórnarerindreka sína í Úkraínu heim á föstudaginn og mikla liðsflutninga hvítrússneska hersins séu miklar líkur á að Hvít-Rússar ætli að ráðast á Úkraínu. Ef svo fer þá verða úkraínsku varnarsveitirnar að takast á við tvo innrásarheri samtímis.

Alexandr Lukasjenko, forseti Hvíta-Rússlands, er náinn bandamaður Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, eða eiginlega öllu heldur strengjabrúða hans. Hann situr í embætti í skjóli Pútín en Lukasjenko hefur haldið um stjórnvölinn í Hvíta-Rússlandi í 28 ár og er stundum nefndur síðasti evrópski einræðisherrann.

Hvíta-Rússland á 1.100 kílómetra landamæri að Úkraínu í norðri og hefur landið gegnt stóru hlutverki í undirbúningi rússneska hersins fyrir innrásina í Úkraínu og rússneskum eldflaugum hefur verið skotið þaðan á Úkraínu. Nú óttast Úkraínumenn að Lukasjenko ætli að ganga skrefinu lengra og senda her sinn inn í Úkraínu til að leggja Rússum lið en þeir hafa átt í miklum erfiðleikum í hernaði sínum.

Hvítrússar hafa aðstoðað Rússa með því að taka við föllnum og særðum rússneskum hermönnum og járnbrautalestir í landinu hafa verið notaðar til að flytja hersveitir og vistir. Lukasjenko lét einnig nýlega breyta stjórnarskrá landsins og heimilaði þar með Rússum að koma kjarnorkuvopnum fyrir í landinu.

Vadym Denysenki, ráðgjafi úkraínska innanríkisráðherrans, sagði að í ljósi brottflutnings hvítrússnesku stjórnarerindrekanna telji hann 60% líkur á að Hvítrússar muni ráðast á Úkraínu. Hann sagði Úkraínumenn viðbúna því að Hvítrússar ráðist á þá en það sé ekki eitthvað sem þeir hafi þörf fyrir núna.

Úkraínski herinn skýrði frá því á Twitter í gær að nýjar upplýsingar bendi til að hvítrússneskar hersveitir séu að undirbúa sig undir „beina innrás“ í vestanverða Úkraínu.

Myndbönd og myndir, sem hafa verið birt á samfélagsmiðlum síðustu daga, benda til að Hvítrússar hafi safnað miklu herliði við úkraínsku landamærin síðustu daga. Sérstaklega við borgina Brest sem er nærri pólsku landamærunum og þeim svæðum í vesturhluta Úkraínu þar sem vopnasendingar og neyðarhjálp frá Vesturlöndum er veitt viðtaka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir eldri borgara flýja Reykjavík vegna bílastæðaskorts

Segir eldri borgara flýja Reykjavík vegna bílastæðaskorts
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn Örn lést vegna hitaslags á Spáni – „Strákurinn sem gaf ljós og gleði alls staðar þar sem hann kom“

Kristinn Örn lést vegna hitaslags á Spáni – „Strákurinn sem gaf ljós og gleði alls staðar þar sem hann kom“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar