fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Öryggisvörður í Hagkaup Skeifunni fékk nóg í gærkvöldi er maður sparkaði í punginn á honum – „Þá þurfti hann að bregðast við“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. mars 2022 17:30

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi var maður tekinn niður af öryggisverði í verslun Hagkaupa í Skeifunni. Töluverður hópur viðskiptavina sá þegar ryskingarnar urðu og náðist myndband af hluta atviksins.

Myndbandinu hefur verið deilt á samfélagsmiðlinum TikTok og hefur verið horft á það um 15 þúsund sinnum þar þegar þessi frétt er skrifuð. Í því má sjá viðskiptavin eiga í orðaskiptum við öryggisvörð en því næst sést öryggisvörðurinn draga viðkomandi eftir gólfinu. Við það kemur annar starfsmaður búðarinnar til að hjálpa.

Samkvæmt heimildum DV ýtti öryggisvörðurinn höfði mannsins nokkrum sinnum fast í glerhurðina þar til hann var kominn niður í jörðina. Maðurinn steig fljótlega upp aftur og hélt utan um höfuð sitt en ekki var að sjá að það blæddi úr því. Eftir meiri orðaskipti fór maðurinn að lokum úr búðinni en beið þó fyrir utan hana í einhvern tíma eftir atvikið.

Sparkaði í punginn á öryggisverðinum

DV ræddi við Sigurð Reylandsson, framkvæmdastjóra Hagkaupa, vegna málsins. „Þetta er svona ógæfumaður, svona eins og löggan kallar góðkunningja lögreglunnar. Hann var í búðinni hérna og var svolítið að reyna að ná sér í slagsmál, var með áreiti við starfsfólk á ýmsan hátt,“ segir hann um manninn sem um ræðir.

Sigurður segir þá að maðurinn hafi hent „þessu og hinu“ í starfsfólk verslunarinnar og að hann hafi verið að reyna að ná sér í slagsmál. „Það var búinn að vera svona undanfari að þessu, það var búið að kasta alls konar dóti í starfsmann sem var ekki að gera neitt. Hann lét það yfir sig ganga starfsmaðurinn,“ segir hann en mælirinn fylltist þegar maðurinn sparkaði í klofið á öryggisverðinum.

„Þessi aðili endar í rauninni á því að setja löppina sína í punginn á öryggisverðinum, þá þurftu þeir bara að taka hann niður og svo yfirgaf hann verslunina. Þegar hann fékk löppina og hnéð í punginn þá þurfti hann að bregðast við. Þetta var svona uppákoma eins og stundum verður hérna um miðjar nætur þegar það koma alls konar gestir í heimsókn.“

Mikið hefur verið fjallað um aukið ofbeldi og vandræðagang í kjölfar aukins opnunartíma á djamminu eftir að öllum samkomutakmörkunum var aflétt. Sigurður segir þó að Hagkaup hafi ekki fundið fyrir aukningu á atvikum sem þessu.

„Við erum í heildina bara búin að vera í góðu ástandi. Við erum náttúrulega með búðir sem eru opnar allan sólarhringinn þannig það er fólk hérna sem er búið að vera á djamminu og í alls konar ástandi að flækjast inn og út. En miðað við þann fjölda sem er hjá okkur um helgar og allt það þá er þetta alveg rosalega sjaldgæft sem betur fer.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Í gær

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Í gær

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“