fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Reyna að fela mannfall með að flytja lík í skjóli nætur

Ritstjórn DV
Laugardaginn 19. mars 2022 16:05

Pútín er líkt við pókerspilara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega verður aldrei hægt að fá nákvæmar tölur um mannfall rússneska innrásarhersins í Úkraínu. Úkraínsk yfirvöld halda því fram að um 14 þúsund rússneskir hermenn hafi verið felldir hingað til en bandaríska leyniþjónustan telur að sá fjöldi sé um 7.000 manns. Rússnesk yfirvöld fullyrða hins vegar að færri en 500 hermenn hafi látist í átökum.

Þó að Rússar reyni að malda í móinn blasir þó að við að innrás hersins í Úkraínu er að verða öll hin vandræðalegasta fyrir Pútín og hans fylgismenn. Fyrir utan mannfallið þá hefur herinn átt erfitt með að koma vistum og eldsneyti á herdeildir sínar sem hefur hamlað sókn þeirra verulega. Þá halda Úkraínumenn því fram að þeir hafi grandað 95 flugvélum, 466 skriðdrekum og 115 þyrlum auk fjölda annarra hergagna.

Í umfjöllun Daily Mail kemur fram að Rússar virðast reyna að fela mannfall sitt með því að flytja lík hermanna í skjóli nætur í gegnum Hvíta-Rússland. Í umfjölluninni kemur fram að starfsfólk spítala í borginni Homel telji að meira en 2.500 lík hafi þegar verið flutt til Rússlands frá upphafi innrásarinnar og til 13.mars.

Til að byrja með hafi lík verið keyrð í sjúkrabílum á lestarstöð í bænum og líkin ferjuð um borð í rússneskar lestir. Þegar myndefni fór að leka út var farið að flytja líkin í skjóli nætur.

En það eru ekki aðeins fallnir hermenn sem eru vandamál í borginni. Sjúkrahús eru yfirfull af særðum rússneskum hermönnum.

„Það eru svo margir særðir Rússar hérna – þetta er bara hryllilegt. Það er óhugnalegt að hlusta á óp þeirra berast um allan spítalinn,“ hefur Daily Mail eftir nafnlausum viðmælanda. Þá óttast margir að ástandið geti orðið verra útaf skorti á lyfjum. Margir hermenn eigi það á hættu að smitast af stífkrampa og að lyf sem stemma stigu við því eru þegar orðin af skornum skammti.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast