fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Svona er staðan í nokkrum úkraínskum borgum og héruðum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. mars 2022 06:59

Nýjasta stöðuyfirlitið frá IWS. Mynd:Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) hefur birt daglega stöðuuppfærslu sína yfir stöðu mála í Úkraínu.

Hér er yfirlit yfir stöðuna í nokkrum borgum og héruðum landsins.

Kyiv er á valdi úkraínska hersins. Rússneskar hersveitir hafa ekki færst nær borginni síðustu 24 klukkustundir en hafa skotið flugskeytum á hana og einnig beitt stórskotaliði.

Mariupol er á valdi úkraínska hersins. Rússar halda uppi hörðum árásum úr austri og vestri á þessa mikilvægu hafnarborg.

Kharkiv – Rússar reyna nú að umkringja borgina en skortur á skotfærum háir rússnesku hersveitunum.

Kherson-héraðið er ekki á valdi Rússa eins og þeir sögðu í gær. Rússneskum hersveitum tókst ekki að bæta stöðu sína í Zaprizhya og Mykolaiv síðasta sólarhringinn.

Odesa er á valdi úkraínska hersins. Rússar hafa ekki enn hafið árás á borgina, hvorki af sjó né af landi. Ástæðan er að þeir eru ekki með nægilega margar herdeildir þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“