fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Rússneski „stríðssjóðurinn“ er hálflokaður

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. mars 2022 10:32

Anton Siluanov fjármálaráðherra Rússlands. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Refsiaðgerðir Vesturlanda gegn Rússlandi gera að verkum að Rússar hafa ekki aðgang að um 300 milljörðum dollara í gjaldeyrisforða sínum en þeir eiga samtals um 640 milljarða dollara.

Anton Siluanov, fjármálaráðherra Rússlands, skýrði frá þessu á sunnudaginn að sögn Bloomberg. Refsiaðgerðirnar takmarka aðgang Rússa að gjaldeyrisforðanum en forðinn hefur stundum verið nefndur „stríðssjóðurinn“ í tengslum við stríðið í Úkraínu.

Gjaldeyrisforðinn er notaður í viðskiptum við önnur ríki og seðlabankar geta einnig notað hann til að stýra gengi eigin gjaldmiðla ef þörf krefur.

Það er því ljóst að refsiaðgerðirnar hafa mjög takmarkandi áhrif á getu rússneska seðlabankans til að láta efnahagslífinu vestræna gjaldmiðla í té en vaxandi þörf er á þeim vegna refsiaðgerða Vesturlanda.

Rússar hafa byggt gjaldeyrisforða sinn upp á mörgum árum, meðal annars með tekjum af útflutningi á orkugjöfum á borð við gas. Vesturlönd gátu fryst stóran hluta forðans því hann er í erlendum gjaldmiðlum.

Siluanov sagði að Vesturlönd þrýsti mikið á Kína um að loka á aðgengi Rússa að þeim hluta gjaldeyrisforðans sem er í yuan, kínverska gjaldmiðlinum. Hann sagðist þó telja að samband Rússlands og Kína sé svo gott að Kínverjar muni ekki loka á Rússa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“