fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Sjáðu myndbandið: Óttalaus eldri hjón í Úkraínu láta rússneska hermenn heyra það

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 12. mars 2022 19:00

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband af óttalausum eldri hjónum í Úkraínu að standa upp í hárinu á vopnuðum rússneskum hermönnum hefur vakið töluverða athygli í dag.

Um er að ræða upptöku úr öryggismyndavél en í henni má sjá rússnesku hermennina koma upp að lokuðu hliði. Eftir nokkra stund ná þeir að opna hliðið en þá koma eldri hjónin út, hliðið virðist vera að heimili þeirra.

Hjónin láta byssurnar og herklæðin ekki hræða sig, þau ganga bæði upp að hermönnunum og láta þá heyra það. Þá krefjast hjónin að fá að vita hvað þeir séu að gera þarna.

Ljóst er að hermennirnir náðu ekki að sannfæra þau um nauðsyn veru sinnar þarna megin við hliðið því hjónin ýttu í þá og reyndu að láta þá hypja sig. Á endanum náðu hjónin að koma hermönnunum aftur til baka og lokuðu þau svo hliðinu á eftir þeim.

Eins og fyrr segir hefur myndbandið vakið athygli en meðal þeirra sem hafa deilt myndbandinu er sendiráð Bandaríkjanna í Kyiv. „Í dag vottum við þessum eldri hjónum sem stóðu í hárinu á þremur rússneskum hermönnum virðingu okkar,“ segir í færslu sem sendiráðið birti á Twitter-síðu sinni.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem um ræðir:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Í gær

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum
Fréttir
Í gær

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur