fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Nýjar myndir af stóru rússnesku herflutningalestinni vekja áhyggjur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. mars 2022 08:45

Ein af nýju myndunum frá Maxar. Mynd:Maxar/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maxar Technologies birti í nótt nýjar myndir af 64 kílómetra löngu rússnesku herflutningalestinni sem hefur verið nærri Kyiv dögum saman, lengst af án þess að hreyfast úr stað. Nýju myndirnar vekja upp áhyggjur hjá mörgum um hvað sé nú að fara að gerast.

Á myndunum sést skemmd brú í Irpin, sem er sunnan við Antonov flugvöllinn sem er skammt frá Kyiv. Einnig sjást mörg farartæki á myndunum. Það getur bent til þess að lestin sé nú farin af stað á nýjan leik og sé aðeins nokkra kílómetra frá Kyiv. Það getur þýtt að stórfelld árás sé í uppsiglingu á höfuðborgina sem Rússar vilja gjarnan ná á sitt vald.

Í herflutningalestinni eru mörg þúsund hermenn, brynvarin ökutæki, skriðdrekar, stórskotalið og fleiri hernaðartól.

Ein af nýju myndunum frá Maxar. Mynd:Maxar/EPA
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérstaklega hættuleg líkamsárás í gistiskýlinu

Sérstaklega hættuleg líkamsárás í gistiskýlinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?