fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Kristján Einar og Bragi Þórðar áfram með formúluna á ViaPlay

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. mars 2022 09:08

Kristján Einar og Bragi Þórðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viaplay hefur endurnýjað samning sinn við Kristján Einar og Braga Þórðar, Formúlu 1 lýsendur, fyrir keppnistímabilið 2022. Þeir munu því verða áfram með ítarlega umfjöllun um allt sem tengist Formúlu 1 á Viaplay á komandi keppnistímabili.

Kristján Einar þarf ekki að kynna fyrir Formúlu 1 áhugafólki. Hann er fyrrum atvinnumaður í akstursíþróttum og hefur sinnt útsendingum frá Formúlu 1 á síðustu árum. Hann og Bragi hafa undanfarin ár stýrt hlaðvarpsþættinum Pittinum, sem hefur notið gríðarlegra vinsælda frá því hann fór í loftið. Enda eru þeir félagar ekki aðeins sérfræðingar um Formúlu 1 heldur eldheitir aðdáendur sem leyfa ástríðunni að skína í gegn í allri umfjöllun.

„Fyrst og fremst fögnum við vaxandi áhuga, aukinni umfjöllun og góðu aðgengi að Formúlu 1 og allt sem henni tengist á Íslandi. Síðasta tímabil og fyrstu æfingar í ár gefa góð fyrirheit um jafna og spennandi keppni á næsta tímabili. Reglubreytignarnar lofa góðu og við hlökkum til að færa Íslendingum Formúlu 1 útsendingar í hæsta gæðaflokki, á íslensku,“ er haft eftir Kristjáni Einari í fréttatilkynningu.

 

„Það hefur verið mjög ánægjulegt að fylgjast með vexti Formúlu 1 á Íslandi síðastliðin ár, enda frábær íþrótt sem á skilið þá auknu athygli sem hún hefur fengið hér á landi síðustu árin. Kristján Einar og Bragi eiga sinn þátt í því að hefja Formúlu 1 aftur til vegs og virðingar hér á Íslandi og það eru frábærar fréttir fyrir alla Formúlu 1 áhugamenn að þeir haldi áfram að fjalla um Formúlu 1 á Viaplay keppnistímabilið 2022. Að auki mun Viaplay halda áfram að þróa og uppfæra allt viðmót fyrir Formúlu 1 í öllum tækjum og mikið tilhlökkunarefni að kynna þær nýjungar á næstunni,“ segir Hjörvar Hafliðason, íþróttastjóri hjá Viaplay.

 

Kristján Einar og Bragi munu lýsa lokaæfingum fyrir keppnistímabilið í beinni útsendingu helgina 10.-12. mars, en það verður í fyrsta skipti sem æfingum fyrir tímabilið er lýst á Íslandi. Keppnistímabilið í Formúlu 1 2022 hefst síðan í Barein helgina 18.-20. mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Í gær

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“