fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fréttir

Kisukot á Akureyri lokar á næstu dögum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. mars 2022 16:45

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kisukot, kattaaðstoð sem hefur verið starfrækt í heimahúsi á Akureyri undanfarinn áratug, verður lokað á næstu dögum. Greint er frá þessu í færslu Kisukots á Facebook.

„Yfirvöld hér í bæ hafa gert okkur erfitt fyrir og ætlast til hluta sem aðrir í okkar stöðu hafa ekki þurft að gera. Sbr. að biðja um að við fáum leyfi fyrir breyttri húsnotkun. Það leyfi fæst ekki nema að uppfylltum skilyrðum sem er einfaldlega ekki hægt að uppfylla í heimahúsi. Það er fullt af fólki víðsvegar um landið sem tekur til sín í ketti í vanda og fóstrar á meðan leitað er að heimilum. Meðan ekki fæst húsnæði er ekki hægt að halda þessari starfsemi áfram,“ segir í færslunni.

Ragnheiður Gunnarsdóttir, eigandi Kisukots, greindi frá því fyrir um þremur mánuðum að hún hafi í nóvemberlok fengið símtal frá heilbrigðiseftirlitinu þar sem henni var tilkynnt að hún yrði að sækja um starfsleyfi fyrir Kisukot, og uppfylla ýmis skilyrði til að fá það leyfi. Þá þyrfti hún að fá samþykki frá skipulagsstjóra bæjarins og byggingarfulltrúa til að nýta húsið sem kattaaðstoð en hún hefur vistað þá á eigin heimili meðan leitað er að nýju heimili fyrir þá ketti sem finnast.

Akureyri hefur verið í skotlínu kattavina síðustu mánuði en meirihluti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar samþykkti á fundi í októbermánuði bann við lausagöngu katta frá 1. janúar 2025.

Færslan um fyrirhugaða lokun Kisukots hefur fengið mikil viðbrögð en hana má nálgast hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Græna gímaldið valin ljótasta nýbyggingin

Græna gímaldið valin ljótasta nýbyggingin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leigði ferðamanni tjónaðan bíl og lét hann borga viðgerð

Leigði ferðamanni tjónaðan bíl og lét hann borga viðgerð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Marinó svartsýnn um að bensínverð lækki til jafns við kílómetragjald – Segir olíufélögin hafa frítt spil

Marinó svartsýnn um að bensínverð lækki til jafns við kílómetragjald – Segir olíufélögin hafa frítt spil