fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fréttir

10 ára stúlka skotin til bana af drukknum rússneskum hermönnum – Neydd til að grafa hana í garðinum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. mars 2022 06:40

Anastasia Stoluk. Mynd úr einkasafni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er auðvitað ekki hægt að lýsa þeim hörmungum sem Úkraínubúar ganga í gegnum þessa dagana á fullnægjandi hátt. Innrás Rússa í landið hefur snúið tilveru margra algjörlega á hvolf enda stríð ekkert nema hryllingur. Milljónir hafa flúið heimili sín og mörg hundruð almennir borgarar hafa látist. Meðal þeirra er hin 10 ára Anastasia Stoluk, kölluð Nastya, sem var skotin til bana af drukknum rússneskum hermönnum í þorpi nærri Kyiv.

Mirror segir að rússneskir hermenn hafi byrjað að „skjóta í allar áttir“ í kjölfar þess að úkraínskur piltur skaut upp loftið úr byssu. Þeir urðu Nastya að bana. Þeir vildu ekki leyfa móður hennar, Luba, að jarðsetja hana í kirkjugarði svo hún var grafin í garðinum við heimili sitt að sögn frænku hennar, Anya Stoluk.

The Times hefur eftir Vera Dmitrienko, stjúpmóður Nastya, að sögur hermi að hermönnunum hafi leiðst mikið: „Þeir stálu úr öllum verslununum og náðu sér auðvitað í mikið af áfengi . . . og urðu drukknir og byrjuðu að skjóta. Þeir skutu inn í hús Nastya, hún var þar með frænda sínum og hún lést samstundis. Frændi hennar var fluttur á sjúkrahús en við höfum ekki fengið neinar upplýsingar um hann.“

Hún sagði að rússnesku hermennirnir hafi byrjað að skjóta eftir að úkraínskur unglingspiltur fann byssu og skaut upp í loftið: „Hermennirnir heyrðu þetta en af því að þeir voru svo drukknir vissu þeir ekki hvaðan skothvellurinn barst svo þeir byrjuðu bara að skjóta á allt sem þeir sáu. Þeir skutu á fjögur hús og í einu þeirra var Nastya.“

Mörg börn hafa beðið bana í stríðinu og fjöldi særst, þar á meðal litla stúlkan sem sést á myndinni hér fyrir neðan.

Þessi litla stúlka særðist í árás Rússa. Mynd: Úkraínska þingið/Twitter
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Græna gímaldið valin ljótasta nýbyggingin

Græna gímaldið valin ljótasta nýbyggingin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leigði ferðamanni tjónaðan bíl og lét hann borga viðgerð

Leigði ferðamanni tjónaðan bíl og lét hann borga viðgerð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Marinó svartsýnn um að bensínverð lækki til jafns við kílómetragjald – Segir olíufélögin hafa frítt spil

Marinó svartsýnn um að bensínverð lækki til jafns við kílómetragjald – Segir olíufélögin hafa frítt spil