fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fréttir

Hér felur Pútín fjölskyldu sína

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. mars 2022 06:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur alla tíð lagt mikla áherslu á að halda fjölskyldu sinni frá sviðsljósinu og hefur ekki viljað ræða fjölskylduhagi sína.  Lítið er því vitað um þá en þó er vitað að hann var kvæntur sömu konunni í 30 ár og á tvær dætur með henni.

Einnig hafa verið sögusagnir um að hann eigi í ástarsambandi við 38 ára konu en sjálfur verður Pútín sjötugur í október. Einnig hafa verið uppi sögusagnir um að hann eigi eina dóttur til viðbótar og í tengslum við afhjúpun leynilegra bankaskjala á síðasta ári kom fram að hún ætti íbúð í Monte Carlo og væri hún að verðmæti sem svarar til um 600 milljóna íslenskra króna.

En Pútín er greinilega umhugað um fjölskyldu sína því hann er sagður hafa komið henni fyrir á öruggum stað eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Það segir rússneski stjórnmálafræðingurinn og fyrrum prófessor, Valery Solovey, sem segist hafa upplýsingar um þetta úr innsta hring í Kreml.

Í myndbandi segir hann að fjölskylda forsetans hafi verið flutt í sérhannað neðanjarðarbyrgi í Síberíu um helgina. Það er sérhannað til að standa kjarnorkustríð af sér. Solovey segir að byrgið sé í fjöllum í Altaj í Síberíu.

„Í raun er þetta ekki neðanjarðarbyrgi, heldur heill neðanjarðarbær búinn nýjustu tækni og þekkingu,“ segir Solovey.

Daily Mail hefur eftir sjónarvottum að margar loftrásir séu í jörðinni á þessu svæði. Auk þess liggur háspennulína þangað en hún getur flutt nægan straum fyrir heilan bæ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás
Fréttir
Í gær

Þjóðkirkjan segir svartnætti framundan – Uppsagnir og aukin hætta á að kirkjur grotni niður

Þjóðkirkjan segir svartnætti framundan – Uppsagnir og aukin hætta á að kirkjur grotni niður
Fréttir
Í gær

Jóhann Páll um endurskoðun RÚV á fjölmiðlamarkaði – „Það þurfti að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn til að koma þeirri vinnu af stað“

Jóhann Páll um endurskoðun RÚV á fjölmiðlamarkaði – „Það þurfti að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn til að koma þeirri vinnu af stað“
Fréttir
Í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær
Fréttir
Í gær

Verðlaunagræja frumsýnd á Íslandi

Verðlaunagræja frumsýnd á Íslandi