fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Bannað að kafa í námunda við flakið í Þingvallavatni

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. mars 2022 16:52

Frá björgunaraðgerðunum vegna slyssins á Þingvallavatni. Mynd/Anton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af gefnu tilefni hefur lögreglustjórinn á Suðurlandi ákveðið að banna köfun í Ölfusvatnsvík frá og með deginum í dag og þar til búið er að ná flaki  flugvélarinnar TF ABB á land og tryggja þau gögn sem þar er að finna.  Fyrir liggur að lögreglu er skylt að rannsaka slys og í þessu tilfelli hvíla ríkar skyldur einnig á Rannsóknarnefnd samgönguslysa um rannsókn.  Bannið er sett  til að tryggja að mikilvægum sönnunargögnum verði ekki raskað.  Ákvörðun þessi jafngildir því að hald hafi verið lagt á flugvélarflakið á botni Þingvallavatns á grundvelli IX kafla laga um meðferð sakamálalaga nr. 88/2008

Aðstæður við vatnið voru skoðaðar í dag, vatnið er nú ísi lagt og ekki að vænta að það opnist á næstunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Ekki eru fyrirliggjandi upplýsingar um að óviðkomandi hafi reynt að kafa að því en hins vegar er vitneskja um umræðu um slíkt meðal einhverra sem mögulega hafa hvorki þekkingu, búnað eða reynslu til að fást við köfun við jafn krefjandi aðstæður á því dýpi sem hér um ræðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“
Fréttir
Í gær

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Geisladiskabúð Valda komin með nýtt húsnæði

Geisladiskabúð Valda komin með nýtt húsnæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sænskur ráðherra með hrollvekjandi ummæli varðandi Rússland – „Við undirbúum okkur undir árás“

Sænskur ráðherra með hrollvekjandi ummæli varðandi Rússland – „Við undirbúum okkur undir árás“