fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Ætla að banna erlendum fjárfestum að selja hluti sína í rússneskum félögum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. mars 2022 14:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsætisráðherra Rússlands, Mikhail Mishustin, sagði á fundi ríkisstjórnar Rússlands í dag að í bígerð sé forsetaúrskurður sem mun banna vestrænum fyrirtækjum að yfirgefa fjárfestingar sínar í landinu.

Um er að ræða viðbrögð við efnahagsstöðunni í Rússlandi í kjölfar þeirra þvinganna sem að þeim hefur verið beint vegna innrásarinnar í Úkraínu.

„Í þessari stöðu efnahagsþvingana eru erlendir fjárfestar neyddir til að taka ákvarðanir sem byggjast ekki á efnahagslegum áhyggjum heldur á pólitískum þrýstingi,“ sagði Mishustin.

Fyrirtæki vesturlanda hafa í hrönum sagt reynt að losna undan tengslum við Rússland undanfarna daga. Má þar nefna fyrirtæki sem hafa fjárfest í rússneskum olíufyrirtækjum á borð við ShellBP og Equinor.

„Við reiknum með að þeir sem hafa fjárfest í landinu okkar geti haldið áfram þeirri vinnu. Ég er viss um að þrýstingnum frá þvingununum verði aflétt og þá muni þeir sem, hafa ekki dregið úr umsvifum sínu í landi okkur og hafa ekki fallið fyrir slagorðum erlendra stjórnmálamanna, þeir muni vinna,“ sagði Mishustin.

Hann sagði ennfremur að stöðugt séu fleiri og fleiri rússnesk fyrirtæki að verða fyrir barðinu á þvingununum og að stjórnvöld í Rússlandi verði að styðja við þau. Nú mun vera áformað að verja um einni billjón rúbla til að kaupa hluti í rússneskum fyrirtækjum eftir hrun þeirra í verði undanfarna daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“
Fréttir
Í gær

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Geisladiskabúð Valda komin með nýtt húsnæði

Geisladiskabúð Valda komin með nýtt húsnæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sænskur ráðherra með hrollvekjandi ummæli varðandi Rússland – „Við undirbúum okkur undir árás“

Sænskur ráðherra með hrollvekjandi ummæli varðandi Rússland – „Við undirbúum okkur undir árás“