fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Úkraínsk bruggsmiðja skiptir um takt – „Við gerum þetta því einhver þarf að gera það“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 28. febrúar 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínsk bruggsmiðja hefur hætt hefðbundinni bjórframleiðslu og framleiðir nú þess í stað bensínsprengjur eða molotov kokteila eins og þær eru gjarnan kallaðar.

„Þú þarft að bíða eftir að tuskan er orðin vel blaut. Þegar það hefur gerst, þá þýðir það að molotov kokteillinn sé tilbúinn,“ sagði brosandi starfsmaður Pravda bruggsmiðjunnar í Lviv í samtali við frönsku fréttastofuna AFP.

Starfsmaðurinn tróð svo tuskunni ofan í bjórflösku sem er búið að fylla af blöndu af bensíni og olíu.

Eigandi bruggsmiðjunnar, Yuriy Zastavny, sagði að þó svo mörkum þyki bensínsprengjur hálf lítilvægar þegar barist er gegn skriðdrekum og sprengjum þá taki fyrirtækið framleiðslunni alvarlega.

„Við gerum þetta því einhver þarf að gera það. Við höfum þekkinguna, við gengum í gegnum götubyltingu árið 2014,“ sagði Zastavny. „Við þurftum að útbúa molotov kokteila þá.“

Hann segir að hugmyndin hafi komið frá einum starfsmanni, en margir starfsmanna fyrirtækisins tóku þátt í byltingunni 2014.

Zastavny segist ætla að gera hvað sem í hans valdi stendur til að „hjálpa til við að vinna þetta stríð“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“
Fréttir
Í gær

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl