Úkraínsk bruggsmiðja hefur hætt hefðbundinni bjórframleiðslu og framleiðir nú þess í stað bensínsprengjur eða molotov kokteila eins og þær eru gjarnan kallaðar.
„Þú þarft að bíða eftir að tuskan er orðin vel blaut. Þegar það hefur gerst, þá þýðir það að molotov kokteillinn sé tilbúinn,“ sagði brosandi starfsmaður Pravda bruggsmiðjunnar í Lviv í samtali við frönsku fréttastofuna AFP.
Starfsmaðurinn tróð svo tuskunni ofan í bjórflösku sem er búið að fylla af blöndu af bensíni og olíu.
Eigandi bruggsmiðjunnar, Yuriy Zastavny, sagði að þó svo mörkum þyki bensínsprengjur hálf lítilvægar þegar barist er gegn skriðdrekum og sprengjum þá taki fyrirtækið framleiðslunni alvarlega.
„Við gerum þetta því einhver þarf að gera það. Við höfum þekkinguna, við gengum í gegnum götubyltingu árið 2014,“ sagði Zastavny. „Við þurftum að útbúa molotov kokteila þá.“
Hann segir að hugmyndin hafi komið frá einum starfsmanni, en margir starfsmanna fyrirtækisins tóku þátt í byltingunni 2014.
Zastavny segist ætla að gera hvað sem í hans valdi stendur til að „hjálpa til við að vinna þetta stríð“.