fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Símfyrirtækin bregðast við stríðinu og bjóða gjaldfrjáls símtöl til Úkraínu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 28. febrúar 2022 10:42

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk símfyrirtæki hafa ákveðið að veita gjaldfrjáls símtöl til Úkraínu.

Vodafone greindi frá ákvörðun sinni á föstudag og í dag ákvað Hringdu að fylgja þeim eftir. Ekki leið svo á löngu áður en Síminn og Nova slóust í hópinn.

Athygli hafði verið vakin á því á samfélagsmiðlum að hér á Íslandi býr fólk sem á ástvini í Úkraínu sem þau eru í stöðugum samskiptum við. Slíkum símtölum fylgi þó gífurlegur kostnaður.

Vodafone, líkt og áður segir, tilkynntu ákvörðun sína á föstudag. Í kjölfarið var skorað á önnur símfyrirtæki í landinu að bregðast við og hefur Hringdu nú svarað kallinu.

Nova brugðust við á ellefta tímanum í morgun.

Og Síminn fylgdi fast á eftir:

Uppfært: 12:19 

Síðan fréttin birtist fyrst hafa bæði Nova og Síminn slegist í för með Vodafone og Hringdu og hefur fréttin verið uppfært til að endurspegla það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“
Fréttir
Í gær

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl