fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Myndskeið veita innsýn í ástandið í Úkraínu – Örvænting og ringulreið á meðan barist er á götum úti

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. febrúar 2022 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll augu eru á Úkraínu í dag, en þar geisar nú stríð við Rússland. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig aðstæður eru í Úkraínu í dag, en ríkisstjórnir út um allan heim hafa fordæmt aðgerðir Rússa og víða hefur stríðinu verið mótmælt. Eins bíða margir þess að sjá hvað NATO ætlar að gera í stöðunni, en margir hafa kallað eftir því að hernaðarbandalagið sendi herlið til Úkraínu til að hjálpa þeim að verjast Rússum.

Líklega getur enginn lýst aðstæðum í Úkraínu núna án þess að vera staddur þar sjálfur en fjöldi mynda og myndskeiða sem veita smá innsýn í raunveruleikann sem nú blasir við Úkraínu og Evrópu og má sjá dæmi um þau hér að neðan.

Eitt af fyrstu myndskeiðunum af innrásinni

The New York Times birti þetta myndband sem er sagt eitt af fyrstu myndunum frá því að rússneskir hermenn réðust inn í Úkraínu. Uppruni myndbandsins hefur verið staðfestur af miðlinum og kemur frá öryggismyndavél á landamærunum.

Sprengjur í íbúðarhverfi

ABS fréttastofan birti þetta myndband sem sýnir fjölbýlishúsahverfi sem varð fyrir sprengingu í Chuhuiv, en í dag lá svartur reikur yfir borginni og mikið umferðaröngþveiti hefur myndast þar sem íbúar reyna að flýja átökin með fjölskyldur sínar.

Leita skjóls í neðanjarðarlestastöð

Ljósmyndablaðamaðurinn Salwan Georges deildi myndskeiði sem sýnir hundruðir manns, þeirra á meðal börn, leita skjóls í neðanjarðarlestarsstöð í Kharkive. Í bakgrunni má heyra sprengingar.

Fréttamaður CNN á átakasvæði

Hér má sjá blaðamann CNN skammt frá Kænugarði við Antonov flugvöllinn eftir að Rússar höfðu lagt völlinn undir sig.

Flögguðu eftir hernámið

Þetta myndband er sagt sýna Rússa flagga fána sínum yfir bænum Nova Kakhovka eftir að hann var hernuminn.

Slasaðist í sprengingu

Viðtal við úkraínska konu sem slasaðist í sprengjuárás á íbúðarhúsnæði í borginni Chuguev.

Örvænting meðal Úkraínubúa

Eftirfarandi myndskeið er einnig í mikilli dreifingu en þar má sjá úkraínska borgara bregðast við stöðunni og örvæntinguna sem hefur gripið um sig.

Í dag var barist á götunum í Kherson

Blaðamaðurinn Alec Luhn deilir þessu myndbandi sem er sagt sýna loftskeyti hæfa flugvöll í Ivano-Frankivsk í vesturhluta Úkraínu.

Alexander S. Vindham, fyrrum undirofursti í bandaríska hernum, deildi þessu myndskeiði, líkt og margir aðrir, en það mun sýna fjölskyldu leita skjóls er sprengjur falla í nágrenni þeirra.

Eftirfarandi myndband er sagt sýna föður kveðja fjölskyldu sína. Þau eru á leið á svæði sem er skilgreint sem öruggt, en hann verður eftir til að berjast fyrir Úkraínu.

Sprenging á Melitopol herflugvellinum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Í gær

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað