fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

Ótrúlegt myndband frá Hellisheiði – Dómsdagsstemning hjá Litlu kaffistofunni

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 22. febrúar 2022 13:00

Skjáskot úr myndbandinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og við var að búast setti óveðrið strik í reikninginn hjá fjölmörgum Íslendingum, meðal annars hjá þeim sem voru á leið yfir Hellisheiðina síðdegis í gær. Löng bílalengja myndaðist þegar óveðrið var að skella á og haggaðist svo ekki. Að lokum þurfti að ferja ökumenn og farþega frá bílunum sínum.

Jón Bergs hjá ferðaþjónustunni Activity Iceland er einn af þeim sem hjálpaði við að ferja fólkið frá bílunum. Jón og fleiri frá Activity Iceland fóru á 5 bílum til að aðstoða við að flytja fólkið í Hellisheiðarvirkjun. „Þarna vorum við að aðstoða eins og oft áður. Allir bílar verða losaðir þegar veður leyfir,“ segir Jón í samtali við DV um málið.

Í myndbandi sem Jón tók upp á miðnætti í gær má sjá að eins konar dómsdagsstemning myndaðist á vegbútinum hjá Litlu kaffistofunni. Á veginum er fjöldinn allur af bílum sem þaktir eru snjó, minnir sjónin einna helst á fræga senu úr Walking Dead þáttunum vinsælu þar sem bílarnir sitja allir kyrrir á hraðbrautinni.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“
Fréttir
Í gær

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga
Fréttir
Í gær

Segir lík Geirfinns hafa verið flutt í bíl Svanbergs

Segir lík Geirfinns hafa verið flutt í bíl Svanbergs
Hide picture