fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

Loksins ákært í óhugnanlegu líkamsárásarmáli á Vesturlandi – Stakk mann með skærum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 22. febrúar 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtudaginn 24. febrúar verður þingfest sakamál fyrir Héraðsdómi Vesturlands í Borgarnesi vegna afar óhugnanlegrar líkamsárásar sem framin var  þann 17. október árið 2020.

Héraðssaksóknari gaf út ákæru í málinu þann 3. febrúar síðastliðinn og hefur DV ákæruna undir höndum. Í þeirri útgáfu hafa nöfn á stöðum og fólki verið hreinsuð út. Ekki er vitað hvort árásin átti sér stað í Borgarnesi eða í öðrum bæ á Vesturlandi.

Maður er þar sakaður um sérstaklega hættulega líkamsárás sem á að hafa átt sér stað laugardagskvöldið 17. október árið 2020. Árásin hófst á heimili árásarmannsins sem sakaður er um að hafa ráðist að öðrum manni,  slegið hann ítrekað hnefahöggum í andlitið, stungið hann ítrekað með skærum í líkamann og einu sinni í andlitið.

Þolandinn er sagður hafa flúið af heimili árásarmansins sem elti hann og gerði tilraun til að stinga hann á öðrum stað sem ekki er tilgreindur í ákærunni.

Þolandinn hlaut fjögur sár vinstra megin á baki og á vinstri öxl, sár á vinstri olnboga og sár og mar á vinstri upphandlegg og sár á vinstri kinn.

Héraðssaksóknari krefst þess að árásarmaðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Búast má við að réttað verði í málinu í marsmánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“
Fréttir
Í gær

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga
Fréttir
Í gær

Segir lík Geirfinns hafa verið flutt í bíl Svanbergs

Segir lík Geirfinns hafa verið flutt í bíl Svanbergs