fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Hætta að bólusetja í Laugardalshöll

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. febrúar 2022 09:00

Bólusetning með Pfizer bóluefni í Laugardalshöll Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um næstu mánaðamót verður hætt að bólusetja gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll. Mun fólk geta fengið bólusetningu á heilsugæslustöðvum eftir það. Mjög hefur dregið úr mætingu í bólusetningu síðustu vikur og því er ekki þörf fyrir að nota Laugardalshöll áfram.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, að nú mæti 100 til 150 manns í bólusetningu á dag og hafi mætingin dregist saman síðustu vikur.

Um þrjú þúsund PCR-sýni voru tekin á Suðurlandsbraut í gær og sagði Ragnheiður það vera svipaðan fjölda og síðustu daga.

48 sjúklingar lágu á Landspítalanum í gær með COVID-19. Þrír þeirra voru á gjörgæslu en enginn í öndunarvél. Meðalaldur sjúklinganna er 64 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin