fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Umfangsmikið peningaþvætti hér á landi – Rúmlega 60 milljarðar á ári

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. febrúar 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að hér á landi séu rúmlega 60 milljarðar króna þvættaðir árlega eða 2,3% af vergri landsframleiðslu. Hlutfall peningaþvættis af stærð hagkerfisins er svipað og hjá mörgum öðrum þjóðum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að þessar tölur byggi á nýrri greiningu breska öryggisfyrirtækisins Credas sem hafi unnið hana út frá gögnum frá OECD.

Fréttablaðið segir að í Belgíu, Ísrael og Bretlandi virðist umfang peningaþvættis vera hærra en hér á landi eða 4 til 6% en þessi lönd virðast vera helstu miðstöðvar peningaþvættis.

Í áhættumati Ríkislögreglustjóra frá því á síðasta ári kemur fram að mikil áhætta var talin stafa af skattsvikum sem frumbrotum peningaþvættis, reiðufjárviðskiptum innanlands og flutningi á reiðufé til og frá landinu, einkahlutafélögum, söfnunarkössum og happdrættisvélum. Veruleg áhætta var talin stafa af ýmsum öðrum þáttum og má þar nefna gjaldeyrisskiptum, starfsemi lögmanna, endurskoðenda, fasteignasala og bifreiðasala.

128 peningaþvættisbrot voru skráð hjá lögreglunni 2020. Flest tengdust þau fíkniefnabrotum, þjófnaði og fjárdrætti. Fimm tengdust skjalabrotum.

Fíkniefnabrot hafa verið talin meðal mest áberandi frumbrota peningaþvættis en Íslendingar eyða um 6 milljörðum króna í fíkniefni árlega samkvæmt tölum frá tölfræðistofnun ESB. Þetta er tæpla 10% af þeirri upphæð sem er þvættuð hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Við erum vongóð en maður er líka bara raunsær“

„Við erum vongóð en maður er líka bara raunsær“
Fréttir
Í gær

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök
Fréttir
Í gær

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna

Segir ömurlegt af þingmanni Sjálfstæðisflokksins að ráðast á lögregluna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra