fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Björgun TF-ABB gæti þurft að bíða til vors

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. febrúar 2022 08:00

Frá aðgerðum björgunarsveita við Þingvallavatn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gæti dregist fram til vors að hægt verði að ná TF-ABB upp úr Þingvallavatni. Lík flugmannsins og þriggja farþega náðust upp úr vatninu í síðustu viku. Margir mánuðir geta liðið þar til niðurstöður krufninga liggja fyrir.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Hefur blaðið eftir Oddi Árnasyni, yfirlögregluþjóni á Suðurlandi, að vatnið sé ísilagt núna og ekki verði reynt að ná flugvélinni næstu daga eða vikur. „Við hættum við aðgerðir út af ís og við erum ekki að fara í þá stöðu aftur,“ sagði hann.

Í gær var fundað um framhald aðgerða en nokkuð ljóst þykir að ekki sé hægt að fara í þær fyrr en hlýnar í veðri.

Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir að þegar líkin voru sótt á botn vatnsins hafi persónulegir munir fylgt þeim og muni þeir nýtast við rannsóknina.

Lögreglan er með upptökur úr öryggismyndavélum við Þingvallavatn í sinni vörslu en Oddur sagðist ekki veita upplýsingar um einstaka þætti rannsóknarinnar og af þeim sökum verði ekki sagt frá innihaldi myndefnisins að svo stöddu til að hafa ekki áhrif á framburð hugsanlegra vitna.

Hann sagði að mánuðir geti liðið þar til niðurstöður krufninga liggja fyrir en að þeim loknum fá aðstandendur líkin afhent til greftrunar en biðin eftir niðurstöðunum mun ekki tefja afhendinguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins
Fréttir
Í gær

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fórnarlambsumræðu illa upplýstra um sjávarútveginn og kennir hruninu um

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fórnarlambsumræðu illa upplýstra um sjávarútveginn og kennir hruninu um
Fréttir
Í gær

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB
Fréttir
Í gær

Njörður segir að svona sé hægt að bjarga íslenskri tungu – Gæti horfið á næstu þremur til fjórum kynslóðum

Njörður segir að svona sé hægt að bjarga íslenskri tungu – Gæti horfið á næstu þremur til fjórum kynslóðum
Fréttir
Í gær

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“