fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Björgunarsveitir á leið á Vatnajökul vegna merkis frá neyðarsendi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. febrúar 2022 11:20

Frá Vatnajökli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitir eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöld. Eru aðstæður á svæðinu erfiðar og er verið að reyna að komast á staðinn þaðan sem neyðarsendingin barst. Tilkynning frá Landsbjörg um málið er eftirfarandi:

„Fimmtíu björgunarsveitarmenn frá níu björgunarsveitum eru á leið upp á Vatnajökul vegna neyðarkalls sem barst frá neyðarsendi í gærkvöldi. Björgunarsveitir allt frá höfðuborgarsvæðinu til austfjarða voru boðaðar í ljósi þess hvaðan neyðarboðin koma. Útkallið barst á fjórða tímanum í nótt. Aðstæður á svæðinu eru erfiðar, mikil veðurhæð og mjög takmarkað skyggni á köflum. Enn er unnið að því að komast á staðinn þaðan sem neyðarsendinginn kom en vonir standa til að það takist á næstu klukkutímum. Fjöldinn allur af sérhæfðum tækjum og sjálfboðaliðum sækir því á jökulinn úr öllum áttum á vélsleðum, breyttum jeppum og snjóbílum. Svæðisstjórnir á svæði 1-13-15 skipuleggja aðgerðir björgunarsveita.

Unnið er út frá staðsetningu sendingar neyðarsendis og ferðaáætlunnar sem skráð var hjá Safetravel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga
Fréttir
Í gær

Dómur yfir Ásbirni og Bessa fyrir hópnauðgun stendur

Dómur yfir Ásbirni og Bessa fyrir hópnauðgun stendur
Fréttir
Í gær

Sigurður hjólar í Kveik – „Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar“

Sigurður hjólar í Kveik – „Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar“