fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Ronaldo reynir að bæta ráð sitt – Kom fyrstur á æfingu í gær og fór síðastur

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. febrúar 2022 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo framherji Manchester United gefst ekki upp þó það gangi erfiðlega að skora þessa dagana.

Ronaldo hefur ekki skorað í sex leikjum í röð sem er hans lengsta markaþurð frá árinu 2009.

Ronaldo tókst ekki að skora á laugardag þegar United gerði 1-1 jafntefli við Southampton á heimavelli. Ronaldo fékk dauðafæri í leiknum en skoraði ekki.

Framherjinn ætlar svo sannarlega að reyna að skora en ensk blöð fjalla um æfingu Manchester United í gær.

Ronaldo mætti fyrstur og fór síðastur, framherjinn frá Portúgal var í fimm klukkustundir á æfingasvæði félagsins á sunnudegi. Hann mætti 09:20 og yfirgaf svæðiðið 14:20.

Ronaldo upplifði svona markaþurð síðast þegar hann var hjá United árið 2009 en hann yfirgaf félagið skömmu síðar og gekk í raðir Real Madrid.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan
Fréttir
Í gær

Ásakanir um einelti á árshátíð laganema í HR – „Þetta var mjög niðurlægjandi“

Ásakanir um einelti á árshátíð laganema í HR – „Þetta var mjög niðurlægjandi“
Fréttir
Í gær

Situr uppi með reikninginn eftir óskýrar leiðbeiningar heilsugæslunnar

Situr uppi með reikninginn eftir óskýrar leiðbeiningar heilsugæslunnar