fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Landris á Reykjanesskaga og við Öskju – Grímsvötn geta gosið hvenær sem er

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. febrúar 2022 08:00

Öskjuvatn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Land rís enn á Reykjanesskaga og það sama á við um Öskju og Grímsvötn. Þetta gefur til kynna að virkni sé í eldstöðvunum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að á Reykjanesskaga hafi land risið fyrir og eftir gosið á síðasta ári og alveg fram að því þegar nýtt kvikuskot átti sér stað fyrir áramót. Nú er landris hafið að nýju. Haft er eftir Benedikt Gunnari Ófeigssyni, sérfræðingi hjá Veðurstofunni í jarðskorpuhreyfingum, að líklega sé kvikusöfnun á 12 til 16 km dýpi og sé merkismiðjan á landrisinu undir Fagradalsfjalli en erfitt sé að staðsetja það nákvæmlega.

Benedikt sagði að merki sjáist um landris á merkjum sem berast frá einni stöð utan í Öskju en sambandslaust er við aðrar mælistöðvar þar. Hann sagði að lítið sé að hægja á landrisinu. Líklega sé kvika að safnast fyrir á þriggja kílómetra dýpi.

Hvað varðar Grímsvötn sagði hann að þar geti gosið hvenær sem er. Enn sé landris þar og skjálftavirkni að aukast og ætti ekki að koma neinum á óvart þótt þar gjósi upp úr þurru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“