fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Slaufunarmenning, stafrænt ofbeldi og stéttskipting á Jafnréttisdögum háskólanna

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 13. febrúar 2022 18:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slaufunarmenning, stafrænt ofbeldi, stéttskipting í íslensku ljósi, viðhorfsbreytingar tengdar #metoo, frjósemisréttindi fatlaðra kvenna, valdójafnvægi innan íþrótta, textíll og hringrásarkerfi sem jafnréttismál, ljósmyndasýning tengd mannúðarstörfum kvenna og staða jafnréttismála innan háskóla landsins er meðal þeirra fjölbreyttu umfjöllunarefna sem í boði verða á árlegum Jafnréttisdögum háskólanna á Íslandi. Þeir fara fram dagana 14.-18. febrúar og verða að stærstum hluta á netinu.

Óhætt er að fullyrða að dagskrá Jafnréttisdaga háskólanna hafi sjaldan verið umfangsmeiri og glæsilegri en þessi mikla jafnréttishátíð er nú haldin í fjórtánda sinn. Dagskráin endurspeglar vel þann mikla kraft sem er bæði í umræðu um jafnrétti og fjölbreytileika og aktívisma í þágu jafnréttis á Íslandi um þessar mundir. Markmið Jafnréttisdaga er ekki síst að skapa gagnrýna umræðu um þessi mikilvægu málefni og fagna um leið þeim áföngum sem þegar hafa náðst í baráttu fyrir betra samfélagi.

Til þess að tryggja aðgengi sem flestra að viðburðunum og um leið taka mið af sóttvarnaráðstöfunum í samfélaginu verða flestir viðburðir Jafnréttisdaga á netinu.

Dagskráin hefst um hádegisbil mánudaginn 14. febrúar en þann dag koma rektorar háskólanna á Íslandi m.a. saman og ræða áherslur skólanna í málaflokknum og að hverju þurfi að huga í framtíðinni. Í framhaldinu rekur viðburðurinn annan en alls verða þeir vel á þriðja tug áður en Jafnréttisdögum lýkur formlega föstudaginn 18. febrúar. Þátttakendur og fyrirlesarar koma bæði úr háskólasamfélaginu og frá ýmsum stofnunum, fyrirtækjum félagasamtökum og stéttarfélögum svo fátt eitt sé nefnt.

Meðal þess sem fjallað verður um er hið nýja hugtak slaufunarmenning sem hefur verið mikið í umræðunni, vald, ábyrgð og breytingar á viðhorfum og viðmiðum á tímum #metoo, stéttaskipting og fátækt, hinseginleiki og femínismi, upplifun íþróttakvenna af valdaójafnvægi, birtingarmyndir stafræns ofbeldi og jafnrétti til menntunar. Alþjóðlegum nemendum fjölgar ört í íslenskum háskólum og varpað verður ljósi á reynslu þeirra og upplifun auk þess sem jafnari tækifæri háskólanema til skiptináms verða einnig til umræðu. Þá verður sjónum beint að rétti fatlaðra kvenna til barneigna, sagðar sögur af geðheilbrigði og fjallað um Megas, hinseginleika og friðhelgi listamannsins. Auk þess koma fulltrúar nemenda úr öllum háskólunum sjö saman og ræða brýnustu jafnréttismálin ásamt því sem boðið verður upp á uppstand um jafnréttismál.

Enn fremur verða tvær sýningar settar upp í tilefni Jafnréttisdaga. Annars vegar er um að ræða ljósmyndasýningu um konur í mannúðarstörfum sem verður í Sólinni í Háskólanum í Reykjavík alla vikuna og tengist þjóðarráðstefnu um mannúðaraðstoð. Hins vegar verður veggspjaldasýningin „Ég vil vinna“ í húsakynnum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í Stakkahlíð, en sýningin er ákall nemenda með þroskahömlun um aukin tækifæri á almennum vinnumarkaði. Þá munu þrír doktorsnemar við Háskólann í Reykjavík halda úti hlaðvarpi í vikunni þar sem jafnréttismálin verða krufin út frá ýmsum sjónarhornum.

Dagskrá Jafnréttisdaga í heild sinni má nálgast á Facebook-síðu daganna: https://www.facebook.com/events/1251243312070131?ref=newsfeed

Ókeypis er á alla viðburði Jafnréttisdaga og öll velkomin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi
Fréttir
Í gær

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“
Fréttir
Í gær

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“
Fréttir
Í gær

Flóttamaður gagnrýnir flóttamenn – Íslendingar sagðir vera með fordóma ef útlendingi er hrósað fyrir að tala góða íslensku

Flóttamaður gagnrýnir flóttamenn – Íslendingar sagðir vera með fordóma ef útlendingi er hrósað fyrir að tala góða íslensku
Fréttir
Í gær

Eigendur brugghúss ósáttir við Kaleo og hafa engar skýringar fengið – „Við erum vonsvikin“

Eigendur brugghúss ósáttir við Kaleo og hafa engar skýringar fengið – „Við erum vonsvikin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bilun í Íslandsbanka – Vefur og app liggja niðri

Bilun í Íslandsbanka – Vefur og app liggja niðri