fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Fréttir

Flugvélin fannst á ellefta tímanum í gær

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 5. febrúar 2022 09:10

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugvélin sem saknað hafði verið frá því um hádegi á fimmtudag fannst á ellefta tímanum í gærkvöldi.

Vélin fannst með aðstoð fjarstýrðs kafbáts fyrirtækisins Teledyne Gavia í Ölfusvatnsvík og fannst í sunnanverðu Þingvallavatni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Þar segir:

„Rúmlega þúsund viðbragðsaðilar hafa tekið þátt í leitinni, þar á meðan á níunda hundrað björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, þyrlusveit landhelgisgæslunnar, lögregla, séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sérsveit ríkislögreglustjóra, starfsmenn Isavia, einkaaðilar auk fjölmargra annarra. Landhelgisgæslan vill þakka öllum þeim sem komið hafa að þessari umfangsmiklu leit fyrir óeigingjarnt og fórnfúst starf við krefjandi aðstæður. Rannsókn málsins og næstu skref eru í höndum lögreglunnar á Suðurlandi.

Viðbragðsaðilar sem unnið hafa að leitinni eru komnir í hvíld og í hádeginu er fyrirhugaður stöðufundur þar sem farið verður yfir næstu skref. Lögreglan á Suðurlandi getur veitt frekari upplýsingar að þeim fundi loknum.“

Um borð í vélinni var flugmaðurinn, Haraldur Diego, ásamt þremur erlendum ferðamönnum, en þau héldu af stað fyrir hádegi á fimmtudag í útsýnisflug. Haraldur er reynslumikill flugmaður og ljósmyndari.

Áhyggjur vöknuðu þegar vélin skilaði sér ekki til baka á tilætluðum tíma og hófst í kjölfarið umfangsmikil leit, en jafnvel er tali að um fjölmennustu leitaraðgerðir Íslandssögunnar hafi verið að ræða.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Í gær

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Í gær

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“